Qoros 5 er blanda þekktra evrópskra bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 10:44 Qoros 5. Autoblog Kínverski bílaframleiðandinn Qoros mun kynna nýjan Qoros 5 bíl sinn á bílasýningu í Guangshou í Kína í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur þó sent frá sér þessar myndir af bílnum og á þeim má sjá að útlit hans er sambland af útlit þriggja þekktra evrópskra bíla, þ.e. Porsche Macan, Range Rover Evoque og Mini Countryman. Það er ekki að spyrja að Kínverjunum þegar kemur að hönnun bíla sinna, ekkert er heilagt í þeim efnum. Fyrir hönnunarteymi Qoros fer þó fyrrum hönnuður Volkswagen og Mini, Gert Hildebrand, og hann virðist alls ekki hræddur við að stæla útlit evrópskra bíla. Qoros hefur uppi há markmið um sölu bíla sinna í Evrópu, en þeir eiga að verða talsvert miklu ódýrari en evrópskir bílar. Fyrirtækið kynnti öllu minni Qoros 3 bíl sinn á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og ætlar bæði með hann og þennan nýja Qoros 5 bíl sinn inná evrópskan bílamarkað. Qoros 5 séður að aftan. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Qoros mun kynna nýjan Qoros 5 bíl sinn á bílasýningu í Guangshou í Kína í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur þó sent frá sér þessar myndir af bílnum og á þeim má sjá að útlit hans er sambland af útlit þriggja þekktra evrópskra bíla, þ.e. Porsche Macan, Range Rover Evoque og Mini Countryman. Það er ekki að spyrja að Kínverjunum þegar kemur að hönnun bíla sinna, ekkert er heilagt í þeim efnum. Fyrir hönnunarteymi Qoros fer þó fyrrum hönnuður Volkswagen og Mini, Gert Hildebrand, og hann virðist alls ekki hræddur við að stæla útlit evrópskra bíla. Qoros hefur uppi há markmið um sölu bíla sinna í Evrópu, en þeir eiga að verða talsvert miklu ódýrari en evrópskir bílar. Fyrirtækið kynnti öllu minni Qoros 3 bíl sinn á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og ætlar bæði með hann og þennan nýja Qoros 5 bíl sinn inná evrópskan bílamarkað. Qoros 5 séður að aftan.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent