Qoros 5 er blanda þekktra evrópskra bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 10:44 Qoros 5. Autoblog Kínverski bílaframleiðandinn Qoros mun kynna nýjan Qoros 5 bíl sinn á bílasýningu í Guangshou í Kína í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur þó sent frá sér þessar myndir af bílnum og á þeim má sjá að útlit hans er sambland af útlit þriggja þekktra evrópskra bíla, þ.e. Porsche Macan, Range Rover Evoque og Mini Countryman. Það er ekki að spyrja að Kínverjunum þegar kemur að hönnun bíla sinna, ekkert er heilagt í þeim efnum. Fyrir hönnunarteymi Qoros fer þó fyrrum hönnuður Volkswagen og Mini, Gert Hildebrand, og hann virðist alls ekki hræddur við að stæla útlit evrópskra bíla. Qoros hefur uppi há markmið um sölu bíla sinna í Evrópu, en þeir eiga að verða talsvert miklu ódýrari en evrópskir bílar. Fyrirtækið kynnti öllu minni Qoros 3 bíl sinn á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og ætlar bæði með hann og þennan nýja Qoros 5 bíl sinn inná evrópskan bílamarkað. Qoros 5 séður að aftan. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Qoros mun kynna nýjan Qoros 5 bíl sinn á bílasýningu í Guangshou í Kína í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur þó sent frá sér þessar myndir af bílnum og á þeim má sjá að útlit hans er sambland af útlit þriggja þekktra evrópskra bíla, þ.e. Porsche Macan, Range Rover Evoque og Mini Countryman. Það er ekki að spyrja að Kínverjunum þegar kemur að hönnun bíla sinna, ekkert er heilagt í þeim efnum. Fyrir hönnunarteymi Qoros fer þó fyrrum hönnuður Volkswagen og Mini, Gert Hildebrand, og hann virðist alls ekki hræddur við að stæla útlit evrópskra bíla. Qoros hefur uppi há markmið um sölu bíla sinna í Evrópu, en þeir eiga að verða talsvert miklu ódýrari en evrópskir bílar. Fyrirtækið kynnti öllu minni Qoros 3 bíl sinn á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og ætlar bæði með hann og þennan nýja Qoros 5 bíl sinn inná evrópskan bílamarkað. Qoros 5 séður að aftan.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent