Átta mörk í ótrúlegum leik | Alfreð fékk ekkert að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2015 21:00 Roma skoraði fjögur mörk í röð en tókst samt ekki að fagna sigri í Þýskalandi í kvöld. Vísir/EPA Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli. Alfrepð Finnbogason fékk ekkert að koma við sögu þegar Olympiakos vann 1-0 útisigur á Dinamo Zagreb en það var Brown Ideye, maðurinn sem heldur Alfeð út úr liðinu sem skoraði eina mark leiksins. Zenit St. Petersburg er með fullt hús í H-riðli eftir 3-1 sigur á Lyon og nú átta stigum meira en Lyon og Gent sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. Bæði Bayer Leverkusen og Roma komust tveimur mörkum yfir í ótrúlegum átta marka leik í Þýskalandi en liðin urðu á endanum að sættast á 4-4 jafntefli. Javier Hernández kom Leverkusen í 2-0 á fyrstu 19. mínútum og fékk síðan tækifæri til að skora þrennuna í fyrri hálfleik. Daniele De Rossi jafnaði metin með tveimur mörkum með átta mínútna kafla og staðan var 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoraði Miralem Pjanic frábært mark beint úr aukaspyrnu og varamaðurinn Iago Falque kom gestunum síðan í 2-0 á 73. mínútu eftir frábæran undirbúning Gervinho. Þjóðverjarnir gáfust hinsvegar ekki upp og mörk frá Kevin Kampl og Admir Mehmedi með aðeins tveggja mínútna millibili tryggðu Leverkusen jafntefli í þessum magnaða fótboltaleik. Porto vann 2-0 heimasigur á stigalausu liði Maccabi Tel Aviv og hefur nú tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev og þriggja stiga forskot á Chelsea. Barcelona er með þriggja stiga forskot í E-riðli eftir 2-0 sigur á útivelli á móti BATE Borisov á sama tíma og hin lið riðilsins, Bayer Leverkusen og Roma gerðu 4-4 jafntefli.Meistaradeildin - Úrslit í leikjum kvöldsins:E-riðillBATE Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Ivan Rakitic (48.), 0-2 Ivan Rakitic (65.),Bayer Leverkusen - Roma 4-4 1-0 Javier Hernández, víti (4.), 2-0 Javier Hernández (19.), 2-1 Daniele De Rossi (30.), 2-2 Daniele De Rossi (38.), 2-3 Miralem Pjanic (54.), 2-4 Iago Falque (73.), 3-4 Kevin Kampl (84.), 4-4 Admir Mehmedi (86.),F-riðillArsenal - Bayern München 2-0 1-0 Olivier Giroud (77.), 2-0 Mesut Özil (90.+4)Dinamo Zagreb - Olympiakos 0-1 0-1 Brown Ideye (79.)G-riðillDynamo Kiev - Chelsea 0-0Porto - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Vincent Aboubakar (38.), 2-0 Yacine Brahimi (41.),H-riðilValencia - Gent 2-1 1-0 Sofiane Feghouli (15.), 1-1 Thomas Foket (40.), 2-1 Sjálfsmark (72.)Zenit St. Petersburg - Lyon 3-1 1-0 Artyom Dzyuba (3.), 1-1 Alexandre Lacazette (49.), 2-1 Hulk (57.), 3-1 Danny (83.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira
Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli. Alfrepð Finnbogason fékk ekkert að koma við sögu þegar Olympiakos vann 1-0 útisigur á Dinamo Zagreb en það var Brown Ideye, maðurinn sem heldur Alfeð út úr liðinu sem skoraði eina mark leiksins. Zenit St. Petersburg er með fullt hús í H-riðli eftir 3-1 sigur á Lyon og nú átta stigum meira en Lyon og Gent sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. Bæði Bayer Leverkusen og Roma komust tveimur mörkum yfir í ótrúlegum átta marka leik í Þýskalandi en liðin urðu á endanum að sættast á 4-4 jafntefli. Javier Hernández kom Leverkusen í 2-0 á fyrstu 19. mínútum og fékk síðan tækifæri til að skora þrennuna í fyrri hálfleik. Daniele De Rossi jafnaði metin með tveimur mörkum með átta mínútna kafla og staðan var 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoraði Miralem Pjanic frábært mark beint úr aukaspyrnu og varamaðurinn Iago Falque kom gestunum síðan í 2-0 á 73. mínútu eftir frábæran undirbúning Gervinho. Þjóðverjarnir gáfust hinsvegar ekki upp og mörk frá Kevin Kampl og Admir Mehmedi með aðeins tveggja mínútna millibili tryggðu Leverkusen jafntefli í þessum magnaða fótboltaleik. Porto vann 2-0 heimasigur á stigalausu liði Maccabi Tel Aviv og hefur nú tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev og þriggja stiga forskot á Chelsea. Barcelona er með þriggja stiga forskot í E-riðli eftir 2-0 sigur á útivelli á móti BATE Borisov á sama tíma og hin lið riðilsins, Bayer Leverkusen og Roma gerðu 4-4 jafntefli.Meistaradeildin - Úrslit í leikjum kvöldsins:E-riðillBATE Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Ivan Rakitic (48.), 0-2 Ivan Rakitic (65.),Bayer Leverkusen - Roma 4-4 1-0 Javier Hernández, víti (4.), 2-0 Javier Hernández (19.), 2-1 Daniele De Rossi (30.), 2-2 Daniele De Rossi (38.), 2-3 Miralem Pjanic (54.), 2-4 Iago Falque (73.), 3-4 Kevin Kampl (84.), 4-4 Admir Mehmedi (86.),F-riðillArsenal - Bayern München 2-0 1-0 Olivier Giroud (77.), 2-0 Mesut Özil (90.+4)Dinamo Zagreb - Olympiakos 0-1 0-1 Brown Ideye (79.)G-riðillDynamo Kiev - Chelsea 0-0Porto - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Vincent Aboubakar (38.), 2-0 Yacine Brahimi (41.),H-riðilValencia - Gent 2-1 1-0 Sofiane Feghouli (15.), 1-1 Thomas Foket (40.), 2-1 Sjálfsmark (72.)Zenit St. Petersburg - Lyon 3-1 1-0 Artyom Dzyuba (3.), 1-1 Alexandre Lacazette (49.), 2-1 Hulk (57.), 3-1 Danny (83.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira