Toyota kynnir C-HR í Genf Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 09:21 Toyota C-HR er djarflega teiknaður bíll. Autoblog Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og mun Toyota sýna þann bíl í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf, sem hefst í mars á næsta ári. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Sala á bílnum mun hefjast næsta vor. Magnaðar línur í kubbslegum og flottum jepplingi. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent
Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og mun Toyota sýna þann bíl í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf, sem hefst í mars á næsta ári. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Sala á bílnum mun hefjast næsta vor. Magnaðar línur í kubbslegum og flottum jepplingi.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent