Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2015 10:15 Bashar al-Assad og Vladimir Putin í Moskvu í morgun. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í óvænta heimsókn til Moskvu í dag. Þar ræddi hann við Vladmir Putin, forseta Rússlands, um ástandið í Sýrlandi og þátttöku Rússlands í hernaði þar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Assad ferðast frá Sýrlandi frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum. Leiðtogarnir töluðu um að hernaðaraðgerðir í Sýrlandi yrðu að leiða til pólitískrar lausnar á ástandinu í landinu. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og þar að auki hafa vopnaðar sveitir Hezbollah samtakanna og íranskir hermenn gengið til liðs við sýrlenska herinn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst í mars árið 2011, eftir að stjórnvöld Assad börðu niður friðsöm mótmæli gegn einræði fjölskyldu forsetans.Hafez al-Assad, faðir Bashar, tók völd í Sýrlandi í valdaráni árið 1970. Bashar varð forseti árið 2000, þá 34 ára gamall, en upprunalega stóð til að eldri bróðir hans Basel tæki við af föður þeirra. Basel var hermaður og hafði verið mótaður til að taka við, en hann lét þó lífið í bílslysi árið 1994. Bashar var kallaður heim í skyndi, en hann hafði þá búið í London, þar sem hann lagði nám á augnlækningar.Á fundi forsetanna þakkaði Putin Assad fyrir að hafa þegið boð þeirra til Moskvu, þrátt fyrir „sorglegt ástand“ í Sýrlandi. Assad þakkaði Putin sömuleiðis fyrir hernaðaraðstoðina og sagði að hryðjuverkahópar væru enn útbreiddari ef ekki væri fyrir inngrip Rússlands í Sýrlandi. Rússar segjast vera að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu og öðrum hryðjuverkasamtökum. Þjóðir eins og Tyrkland, Bandaríkin og Frakkland segja hins vegar að árásir Rússa beinist að mestu gegn uppreisnarhópum sem berjist gegn stjórn Assad fjölskyldunnar og eru studdir af meðal annars Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Þá segja þeir að inngrip Rússa muni lengja átökin í Sýrlandi. Hér má sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands í Sýrlandi sem unnið er af Institute for the Study of War. Kortið er unnið upp úr tilkynningum stjórnvalda í Sýrlandi og víðar, samfélagsmiðlum og tilkynningum aðgerðasinna í Sýrlandi eins og Syrian observatory for human rights, sem rekur stórt net heimildarmanna í Sýrlandi. Talsmaður Putin vildi ekki segja fjölmiðlum nánar frá viðræðum forsetanna né hvað þeir hefðu sérstaklega rætt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00 Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Eldur logar í bílskúr í Hlíðunum Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í óvænta heimsókn til Moskvu í dag. Þar ræddi hann við Vladmir Putin, forseta Rússlands, um ástandið í Sýrlandi og þátttöku Rússlands í hernaði þar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Assad ferðast frá Sýrlandi frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum. Leiðtogarnir töluðu um að hernaðaraðgerðir í Sýrlandi yrðu að leiða til pólitískrar lausnar á ástandinu í landinu. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og þar að auki hafa vopnaðar sveitir Hezbollah samtakanna og íranskir hermenn gengið til liðs við sýrlenska herinn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst í mars árið 2011, eftir að stjórnvöld Assad börðu niður friðsöm mótmæli gegn einræði fjölskyldu forsetans.Hafez al-Assad, faðir Bashar, tók völd í Sýrlandi í valdaráni árið 1970. Bashar varð forseti árið 2000, þá 34 ára gamall, en upprunalega stóð til að eldri bróðir hans Basel tæki við af föður þeirra. Basel var hermaður og hafði verið mótaður til að taka við, en hann lét þó lífið í bílslysi árið 1994. Bashar var kallaður heim í skyndi, en hann hafði þá búið í London, þar sem hann lagði nám á augnlækningar.Á fundi forsetanna þakkaði Putin Assad fyrir að hafa þegið boð þeirra til Moskvu, þrátt fyrir „sorglegt ástand“ í Sýrlandi. Assad þakkaði Putin sömuleiðis fyrir hernaðaraðstoðina og sagði að hryðjuverkahópar væru enn útbreiddari ef ekki væri fyrir inngrip Rússlands í Sýrlandi. Rússar segjast vera að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu og öðrum hryðjuverkasamtökum. Þjóðir eins og Tyrkland, Bandaríkin og Frakkland segja hins vegar að árásir Rússa beinist að mestu gegn uppreisnarhópum sem berjist gegn stjórn Assad fjölskyldunnar og eru studdir af meðal annars Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Þá segja þeir að inngrip Rússa muni lengja átökin í Sýrlandi. Hér má sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands í Sýrlandi sem unnið er af Institute for the Study of War. Kortið er unnið upp úr tilkynningum stjórnvalda í Sýrlandi og víðar, samfélagsmiðlum og tilkynningum aðgerðasinna í Sýrlandi eins og Syrian observatory for human rights, sem rekur stórt net heimildarmanna í Sýrlandi. Talsmaður Putin vildi ekki segja fjölmiðlum nánar frá viðræðum forsetanna né hvað þeir hefðu sérstaklega rætt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00 Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Eldur logar í bílskúr í Hlíðunum Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00
Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00
Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22
Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38