Toyota innkallar 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:17 Ekki alvarleg bilun en stór innköllun engu að síður hjá Toyota. performance edrive.com Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent