Fótbolti

Pressað á línuvörð að dæma með Real Madrid í El Clásico

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Þetta yrði þá ekki aukaspyrna þegar liðin mætast næst.
Þetta yrði þá ekki aukaspyrna þegar liðin mætast næst. vísir/getty
Risastórt hneyksli gæti verið í pípunum í spænska fótboltanum, en línuvörður þar í landi er búinn að kvarta til lögreglu vegna pressu frá dómara næsta El Clásico-leiks Barcelona og Real Madrid að dæma með Real í leiknum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Daily Mail, en nafn línuvarðarins er haldið leyndu að svo stöddu. Sagt er að þetta sé tekið mjög alvarlega og stendur rannsókn yfir.

Ekki er búið að gefa út hverjir dæma leikinn í næsta mánuði, en sagt er að dómararnir viti það sjálfir. Sá sem dæmir leikinn er sagður hafa haft samband við annan línuvörðinn og pressað á hann að hjálpa Real Madrid í leiknum.

José Ángel Jímenez, meðlimur í dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins, er einnig ásakaður um að hafa hringt í línuvörðinn og sett enn frekari pressu á hann eftir að línuvörðurinn sagði við dómara leiksins að hann myndi ekki taka þátt í að dæma á móti Barcelona.

„Ég veit ekki hvaða þetta kemur. Þetta er eins og eitthvað úr skáldsögu,“ sagði Jímenez þegar hann var spurður út í málið í gærkvöldi.

Þessar fréttir koma Diego Simeone, þjálfar Atlético Madrid, væntanlega ekkert á óvart. Hann gerði allt vitlaust í byrjun leiktíðar þegar hann sagði að dómarar deildarinnar ætluðu að hjálpa Real Madrid að vinna hana í ár.

„Deildin er hættulega upp sett fyrir Real Madrid. Real getur ekki unnið titilinn bara einu sini á sjö árum. Ég held að því miður sé ekkert annað lið sem geti unnið deildina í ár,“ sagði Diego Simeone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×