Tvö draumahlutverk í einu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 10:15 "Ég er búin að vera í hlátuskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk um óperuna Rakarinn í Sevilla. Vísir/GVA „Efni óperunnar er ótrúlega skemmtilegt, bæði músíkin og sagan, en þó með alvarlegum undirtóni. Ég er búin að vera í hláturskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona sem gengur í hlutverk Rosinu í Rakaranum á næstu tveimur sýningum. „Þetta er fyrsta burðarhlutverk mitt með Íslensku óperunni og jafnframt það stærsta sem ég hef tekist á við,“ segir hún. „Rosina er litríkur karakter. Hún er fjörug, hnyttin og fljót að hugsa og hlýtur að vera afar heillandi því Lindoro greifi kemur um langan veg til að reyna að krækja í hana, eftir að hafa séð henni einu sinni bregða fyrir. Hún stelst upp á þak á nóttunni því harðstjórinn sem hún býr hjá vill aldrei hleypa henni út, hann ætlar sér að giftast henni því hann veit að hún fékk fúlgu í arf eftir foreldra sína. En Lindoro greifi syngur falleg lög fyrir utan gluggann hennar, það finnst henni æðislegt og er alveg sama þó að hann sé fátækur.“Rosina (Sigríður Ósk) og rakarinn (Oddur A. Jónsson) að plotta hvernig best sé að næla í Lindoro.Mynd/Jóhanna ÓlafsdóttirÞótt sagan gerist í Sevilla á Spáni er sungið á ítölsku – aðalmáli óperubókmenntanna. Æfingar hófust í lok ágúst. „Við æfðum alla daga, allan daginn. Áður var ég auðvitað búin að liggja yfir efninu því helst þarf maður að kunna allt þegar maður mætir,“ segir Sigríður Ósk sem söng í Töfraflautunni í Hörpu. Auk þess hefur hún sungið yfir tuttugu óperuhlutverk á Englandi, meðal annars hjá English National Opera og Glyndebourne Opera. Fleiru þarf Sigríður Ósk að sinna en söngnum því hún á eins og hálfs árs gamla dóttur, Helenu Ingu, og segir hana orðna pínulitla Rosinu „Ég hef auðvitað verið að æfa heima og allt í einu er hún farin að gera alveg eins og ég. Það er mjög skemmtilegt. Það er frábært að vera í tveimur draumahlutverkum í einu, móðurhlutverkinu og hlutverki Rosinu.“ Tónlist Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Efni óperunnar er ótrúlega skemmtilegt, bæði músíkin og sagan, en þó með alvarlegum undirtóni. Ég er búin að vera í hláturskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona sem gengur í hlutverk Rosinu í Rakaranum á næstu tveimur sýningum. „Þetta er fyrsta burðarhlutverk mitt með Íslensku óperunni og jafnframt það stærsta sem ég hef tekist á við,“ segir hún. „Rosina er litríkur karakter. Hún er fjörug, hnyttin og fljót að hugsa og hlýtur að vera afar heillandi því Lindoro greifi kemur um langan veg til að reyna að krækja í hana, eftir að hafa séð henni einu sinni bregða fyrir. Hún stelst upp á þak á nóttunni því harðstjórinn sem hún býr hjá vill aldrei hleypa henni út, hann ætlar sér að giftast henni því hann veit að hún fékk fúlgu í arf eftir foreldra sína. En Lindoro greifi syngur falleg lög fyrir utan gluggann hennar, það finnst henni æðislegt og er alveg sama þó að hann sé fátækur.“Rosina (Sigríður Ósk) og rakarinn (Oddur A. Jónsson) að plotta hvernig best sé að næla í Lindoro.Mynd/Jóhanna ÓlafsdóttirÞótt sagan gerist í Sevilla á Spáni er sungið á ítölsku – aðalmáli óperubókmenntanna. Æfingar hófust í lok ágúst. „Við æfðum alla daga, allan daginn. Áður var ég auðvitað búin að liggja yfir efninu því helst þarf maður að kunna allt þegar maður mætir,“ segir Sigríður Ósk sem söng í Töfraflautunni í Hörpu. Auk þess hefur hún sungið yfir tuttugu óperuhlutverk á Englandi, meðal annars hjá English National Opera og Glyndebourne Opera. Fleiru þarf Sigríður Ósk að sinna en söngnum því hún á eins og hálfs árs gamla dóttur, Helenu Ingu, og segir hana orðna pínulitla Rosinu „Ég hef auðvitað verið að æfa heima og allt í einu er hún farin að gera alveg eins og ég. Það er mjög skemmtilegt. Það er frábært að vera í tveimur draumahlutverkum í einu, móðurhlutverkinu og hlutverki Rosinu.“
Tónlist Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira