Dísilbílar Volkswagen í Bandaríkjunum hafa fallið í verði um 16% Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 15:53 Volkswagen Jetta. Autoblog Eins og við var búist hafa þeir dísilbílar sem eru með svindlhugbúnaði í Bandaríkjunum fallið í verði og nemur það fall nú 16%. Í leiðinni hafa þeir bílar Volkswagen sem eru með bensínvélar einnig fallið verði um 2,9%. Engu að síður ganga bílar Volkswagen enn kaupum og sölum af álíka miklu krafti og áður. Kemur það aðeins á óvart þar sem Volkswagen hefur ekki enn tilgreint um hversu mikið fyrirtækið ætlar að bæta eigendum dísilbílanna upp svindlið og er fólk greinilega tilbúið að selja bíla sína á undirverði og á meðan hagnast þeir sem kaupa þá og þiggja þá væntanlega bæturnar þegar þær berast. Sala dísilbíla Volkswagen hefur aðeins hægst og nemur sú minnkun 2,4% miðað við má sama tíma í fyrra. Þó er sala notaðra VW Jetta bíla 3,7% meiri en í fyrra en sala Golf hefur minnkað um 3,7% og Golf Sportwagon um 6,2%. Sala Audi A3 er þó líflegri sem nemur 1,6%. Þeir sem selja VW Jetta kaupa margir Ford Focus eða Honda Civic, en seljendur Audi A3 leita frekar í bíla eins og Mercedes Benz CLA og BMW 2 series. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent
Eins og við var búist hafa þeir dísilbílar sem eru með svindlhugbúnaði í Bandaríkjunum fallið í verði og nemur það fall nú 16%. Í leiðinni hafa þeir bílar Volkswagen sem eru með bensínvélar einnig fallið verði um 2,9%. Engu að síður ganga bílar Volkswagen enn kaupum og sölum af álíka miklu krafti og áður. Kemur það aðeins á óvart þar sem Volkswagen hefur ekki enn tilgreint um hversu mikið fyrirtækið ætlar að bæta eigendum dísilbílanna upp svindlið og er fólk greinilega tilbúið að selja bíla sína á undirverði og á meðan hagnast þeir sem kaupa þá og þiggja þá væntanlega bæturnar þegar þær berast. Sala dísilbíla Volkswagen hefur aðeins hægst og nemur sú minnkun 2,4% miðað við má sama tíma í fyrra. Þó er sala notaðra VW Jetta bíla 3,7% meiri en í fyrra en sala Golf hefur minnkað um 3,7% og Golf Sportwagon um 6,2%. Sala Audi A3 er þó líflegri sem nemur 1,6%. Þeir sem selja VW Jetta kaupa margir Ford Focus eða Honda Civic, en seljendur Audi A3 leita frekar í bíla eins og Mercedes Benz CLA og BMW 2 series.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent