Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 18:00 Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á neyðarbrautinni í janúar. Brautin nýttist einnig innanlandsfluginu í dag þegar snarpar vindhviður úr suðvestri gerðu ólendandi á öðrum flugbrautum. STÖÐ 2/BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON ÞG verktakar hafa sent inn beiðni til Samgöngstofu um að fá að reisa fyrstu byggingarkranana á Hlíðarendasvæðinu svokallaða þar sem um sexhundruð íbúðir og stærsta hótel landsins munu rísa á næstu misserum. Fáist beiðin samþykkt verður ekki hægt að nota norðaustur/suðvestur flugbrautina, sem oft hefur verið kölluð „Neyðarbrautin,“ meðan á framkvæmdum stendur. Í samtali við Vísi segir Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, að fyrirtækinu hafi ekki borist endanlegt svar frá Samgöngustofu en býst við því á allra næstu dögum enda er gert ráð fyrir fyrstu skóflustungunni á svæðinu á morgun eða þriðjudag. Þorvaldur segir að lengi hafi verið ljóst að leggja verði niður flug um brautina meðan á þessum framkvæmdum stendur. „Það lá alltaf fyrir að þetta flug yrði lagt niður svo að byggð gæti risið á svæðinu,“ segir Þorvaldur. „Við skiptum okkur svo sem ekkert af því enda gera ÞG verktakar ekki neitt annað en að koma inn á lóð sem er deiliskipulögð af Reykjavíkurborg og með útgefið byggingarleyfi sem búið var að gefa út áður en við fórum af stað. Fyrir okkur er þetta nákvæmlega sama fyrirkomulag og að byggja í Grafarholti eða í Bryggjuhverfinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að einhvers konar afgreiðsla milli ríkis og borgar sé þeim óviðkomandi. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem sér um rekstur flugvalla landsins segir í samtali við Vísi að fari kranar upp á þessu svæði muni það óneitanlega verði til þess að flugi verði beint á aðrar brautir - í þeim tilvikum þar sem það er mögulegt. „Þessi braut er náttúrulega bara notuð í ákveðinni vindátt, þegar það er of mikill hliðarvindur á hinar brautirnar. Ef ekki verður hægt að nýta brautina þá gætu flugvélar einfaldlega ekkert lent á vellinum í ákveðnum veðrum,“ segir Guðni. Þessu muni því fylgja þjónustuskerðing fyrir flugið í landinu. Ekki náðist í Þórhildi Elínu Elínardóttur upplýsingafulltrúa hjá Samgöngustofu við gerð þessarar fréttar. Tengdar fréttir Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45 Fordæma ákvörðun meirihlutans Fordæma þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að staðfesta samkomulag við Valsmenn ehf. um uppbyggingu íbúðalóða á þeim hluta Hlíðarendasvæðisins sem liggur að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 18. febrúar 2015 15:59 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
ÞG verktakar hafa sent inn beiðni til Samgöngstofu um að fá að reisa fyrstu byggingarkranana á Hlíðarendasvæðinu svokallaða þar sem um sexhundruð íbúðir og stærsta hótel landsins munu rísa á næstu misserum. Fáist beiðin samþykkt verður ekki hægt að nota norðaustur/suðvestur flugbrautina, sem oft hefur verið kölluð „Neyðarbrautin,“ meðan á framkvæmdum stendur. Í samtali við Vísi segir Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, að fyrirtækinu hafi ekki borist endanlegt svar frá Samgöngustofu en býst við því á allra næstu dögum enda er gert ráð fyrir fyrstu skóflustungunni á svæðinu á morgun eða þriðjudag. Þorvaldur segir að lengi hafi verið ljóst að leggja verði niður flug um brautina meðan á þessum framkvæmdum stendur. „Það lá alltaf fyrir að þetta flug yrði lagt niður svo að byggð gæti risið á svæðinu,“ segir Þorvaldur. „Við skiptum okkur svo sem ekkert af því enda gera ÞG verktakar ekki neitt annað en að koma inn á lóð sem er deiliskipulögð af Reykjavíkurborg og með útgefið byggingarleyfi sem búið var að gefa út áður en við fórum af stað. Fyrir okkur er þetta nákvæmlega sama fyrirkomulag og að byggja í Grafarholti eða í Bryggjuhverfinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að einhvers konar afgreiðsla milli ríkis og borgar sé þeim óviðkomandi. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem sér um rekstur flugvalla landsins segir í samtali við Vísi að fari kranar upp á þessu svæði muni það óneitanlega verði til þess að flugi verði beint á aðrar brautir - í þeim tilvikum þar sem það er mögulegt. „Þessi braut er náttúrulega bara notuð í ákveðinni vindátt, þegar það er of mikill hliðarvindur á hinar brautirnar. Ef ekki verður hægt að nýta brautina þá gætu flugvélar einfaldlega ekkert lent á vellinum í ákveðnum veðrum,“ segir Guðni. Þessu muni því fylgja þjónustuskerðing fyrir flugið í landinu. Ekki náðist í Þórhildi Elínu Elínardóttur upplýsingafulltrúa hjá Samgöngustofu við gerð þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45 Fordæma ákvörðun meirihlutans Fordæma þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að staðfesta samkomulag við Valsmenn ehf. um uppbyggingu íbúðalóða á þeim hluta Hlíðarendasvæðisins sem liggur að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 18. febrúar 2015 15:59 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Segir pólítíska andstöðu gegn flugvelli birtast innan Isavia Einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól, segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjóri þess sé einbeittur flugvallarandstæðingur. 27. janúar 2015 18:45
Fordæma ákvörðun meirihlutans Fordæma þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að staðfesta samkomulag við Valsmenn ehf. um uppbyggingu íbúðalóða á þeim hluta Hlíðarendasvæðisins sem liggur að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 18. febrúar 2015 15:59
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00