Ber takta á borð stórstjarna Guðrún Ansnes skrifar 26. október 2015 09:00 Orri Gunnlaugsson hefur verið mikill tónlistarmaður allt frá blautu barnsbeini og er meðal annars með fjögur stigspróf í barítón. Vísir/AntonBrink „Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér. Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hreindýraskítur, týnt barn og fjölskylduvæn fegurð „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira
„Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér.
Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hreindýraskítur, týnt barn og fjölskylduvæn fegurð „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira
Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00