Ber takta á borð stórstjarna Guðrún Ansnes skrifar 26. október 2015 09:00 Orri Gunnlaugsson hefur verið mikill tónlistarmaður allt frá blautu barnsbeini og er meðal annars með fjögur stigspróf í barítón. Vísir/AntonBrink „Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér. Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér.
Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00