Peugeot-Citroën ætlar að gefa upp raunverulegar eyðslutölur Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 12:53 Óháðir aðilar mun frá næsta vori mæla bíla PSA/Peugeot-Citroën. Franski bílasmiðurinn PSA/Peugeot-Citroën ætlar frá og með næsta vori að gefa upp eyðslu- og mengunartölur bíla sinna prófaða af óháðum aðila, en ekki þeim sjálfum. Með því vill fyrirtækið vinna sér inn traust kaupenda sem minnkað hefur í garð flestra bílaframleiðenda. Eyðslu- og mengunartölur þeirra stemma í raunveruleikanum engan veginn við uppgefnar tölur, ekki bara hjá Volkswagen. PSA áréttaði í leiðinni að fyrirtækið hafi aldrei sett svindlbúnað í bíla sína til að ljúga til um eyðslu eða mengun. PSA sagði einnig að fyrirtækið hafi verið leiðandi í því að minnka mengun dísilbíla, en PSA setti sótsíur í dísilbíla sína 11 árum áður en Evrópusambandið fór fram á það og að allir dísilbílar þess séu með eins fullkominn mengunarvarnarbúnað og kostur er. Mikið er undir hvað díslbíla varðar hjá PSA þar sem 65% allra seldra bíla fyrirtækisins eru knúnir dísilvélum. Sambærileg tala í fyrra var 67% og hafa því bensíndrifnir bílar aðeins unnið á á milli ára. Engu að síður er nánast með ólíkindum að tveir þriðju bílaframleiðslu PSA séu dísilbílar og það í landi þar sem stjórnvöld hafa uppi áætlanir um að útrýma dísilbílum á vegum landsins. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent
Franski bílasmiðurinn PSA/Peugeot-Citroën ætlar frá og með næsta vori að gefa upp eyðslu- og mengunartölur bíla sinna prófaða af óháðum aðila, en ekki þeim sjálfum. Með því vill fyrirtækið vinna sér inn traust kaupenda sem minnkað hefur í garð flestra bílaframleiðenda. Eyðslu- og mengunartölur þeirra stemma í raunveruleikanum engan veginn við uppgefnar tölur, ekki bara hjá Volkswagen. PSA áréttaði í leiðinni að fyrirtækið hafi aldrei sett svindlbúnað í bíla sína til að ljúga til um eyðslu eða mengun. PSA sagði einnig að fyrirtækið hafi verið leiðandi í því að minnka mengun dísilbíla, en PSA setti sótsíur í dísilbíla sína 11 árum áður en Evrópusambandið fór fram á það og að allir dísilbílar þess séu með eins fullkominn mengunarvarnarbúnað og kostur er. Mikið er undir hvað díslbíla varðar hjá PSA þar sem 65% allra seldra bíla fyrirtækisins eru knúnir dísilvélum. Sambærileg tala í fyrra var 67% og hafa því bensíndrifnir bílar aðeins unnið á á milli ára. Engu að síður er nánast með ólíkindum að tveir þriðju bílaframleiðslu PSA séu dísilbílar og það í landi þar sem stjórnvöld hafa uppi áætlanir um að útrýma dísilbílum á vegum landsins.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent