Beckenbauer viðurkennir mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 08:00 Franz Beckenbauer og Sepp Blatter. Vísir/Getty Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. Beckenbauer viðurkennir mistökin en neitar því að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði eins og fréttir bárust af á dögunum. Beckenbauer er einn háttsettum mönnum innan FIFA sem hefur verið til rannsóknar vegna spillingarmála. Beckenbauer var yfirmaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sumarið 2006 en Þjóðverjar höfðu betur í baráttu við Suður-Afríku þegar FIFA kaus um hvar keppnin ætti að fara fram. Sú kosning fór fram árið 2000 eða sex árum fyrir keppnina. Fréttatímaritið Der Spiegel sló því upp hjá sér að 6,7 milljónir evra hafi farið í það að kaupa atkvæði í kosningunni sem fór fram hjá Framkvæmdanefnd FIFA en þýska knattspyrnusambandið hefur neitað þessum ásökunum. Beckenbauer kom strax fram og neitaði því að hafa staðið fyrir því að hafa kaupa atkvæði fyrir kosninguna. Þýska knattspyrnusamband réð lögfræðifyrirtæki til að kanna málið betur og var Beckenbauer tekin í yfirheyrslu. Þar tók hann ábyrgð á þessum mistökum. „Til að fá nauðsynlega styrki frá FIFA [til að halda HM 2006] þurftu þeir hinir sömu að fylgja eftir tillögu frá fjárhagsnefnd FIFA en með augum dagsins í dag þá átti sú tillaga aldrei að vera samþykkt," sagði Franz Beckenbauer í yfirlýsingu sem BBC sagði frá. „Ég, sem forseti umræddrar skipulagsnefndar, tek ábyrgðina á þessum mistökum," bætti Franz Beckenbauer við. Franz Beckenbauer sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt á dögunum fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem besti knattspyrnumaður Evrópu (1972 og 1976) en hann vann HM sem leikmaður (og fyrirliði) 1974 og sem þjálfari 1990. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30 Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. Beckenbauer viðurkennir mistökin en neitar því að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði eins og fréttir bárust af á dögunum. Beckenbauer er einn háttsettum mönnum innan FIFA sem hefur verið til rannsóknar vegna spillingarmála. Beckenbauer var yfirmaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sumarið 2006 en Þjóðverjar höfðu betur í baráttu við Suður-Afríku þegar FIFA kaus um hvar keppnin ætti að fara fram. Sú kosning fór fram árið 2000 eða sex árum fyrir keppnina. Fréttatímaritið Der Spiegel sló því upp hjá sér að 6,7 milljónir evra hafi farið í það að kaupa atkvæði í kosningunni sem fór fram hjá Framkvæmdanefnd FIFA en þýska knattspyrnusambandið hefur neitað þessum ásökunum. Beckenbauer kom strax fram og neitaði því að hafa staðið fyrir því að hafa kaupa atkvæði fyrir kosninguna. Þýska knattspyrnusamband réð lögfræðifyrirtæki til að kanna málið betur og var Beckenbauer tekin í yfirheyrslu. Þar tók hann ábyrgð á þessum mistökum. „Til að fá nauðsynlega styrki frá FIFA [til að halda HM 2006] þurftu þeir hinir sömu að fylgja eftir tillögu frá fjárhagsnefnd FIFA en með augum dagsins í dag þá átti sú tillaga aldrei að vera samþykkt," sagði Franz Beckenbauer í yfirlýsingu sem BBC sagði frá. „Ég, sem forseti umræddrar skipulagsnefndar, tek ábyrgðina á þessum mistökum," bætti Franz Beckenbauer við. Franz Beckenbauer sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt á dögunum fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem besti knattspyrnumaður Evrópu (1972 og 1976) en hann vann HM sem leikmaður (og fyrirliði) 1974 og sem þjálfari 1990.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30 Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15
Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00
Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00
Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30
Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00