NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 07:00 Stephen Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. Golden State Warriors var ekki eina liðið sem fagnaði sigri á fyrsta kvöldinu á nýju NBA-tímabilið því Chicago Bulls vann heimasigur á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers og Detroit Pistins vann óvæntan útisigur á Atlanta Hawks.Leikmenn Golden State Warriors fengu meistarahringi sína afhenta fyrir leikinn á móti New Orleans Pelicans í nótt og horfðu síðan á meistarafánann vera dreginn upp í Oracle höllinni í Oakland. Það hafði greinilega góð áhrif því Warriors-liðið vann leikinn 111-95. Stephen Curry var rosalegur í fyrsta leikhlutanum þar sem hann skoraði 24 stig og fjóra þrista. Curry endaði síðan með því að setja niður 14 af 26 skotum sínum og vera með 7 stoðsendingar, 6 fráköst og svo 40 stig. Þetta var tíundi 40 stiga leikur hans í NBA. Anthony Davis, stæsta stjarna New Orleans Pelicans, hitti aðeins úr 4 af 20 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 af 18 stigum sínum á vítalínunni.Pau Gasol varði skot frá LeBron James á lokasekúndunum og lið hans Chicago Bulls vann 97-95 heimasigur á meistaraefnunum úr Cleveland Cavaliers en meðal áhorfenda var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Nikola Mirotic skoraði 19 stig fyrir Bulls-liðið, Derrick Rose var með 18 stig og Jimmy Butler bætti við 17 stigum. Pau Gasol var hinsvegar með fleiri varin skot (6) en stig (2) og fráköst (2) samanlagt. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Mo Williams var með 19 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.Kentavious Caldwell-Pope skoraði 21 stig fyrir Detroit Pistons þegar liðið vann óvæntan 106-94 útisigur á Atlanta Hawks, liðinu sem var með bestan árangur í Austurdeildinni á síðustu leiktíð. Allir byrjunarliðsmenn Detroit Pistons skoruðu yfir tíu stig í leiknum en Pistons-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á tímabili síðan 2008. Andre Drummond var með 19 fráköst og 19 stig og Marcus Morris bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Þjóðverjinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá með 20 stig á 25 mínútum af bekknum, Paul Millsap skoraði 19 stig og Jeff Teague var með 18 stg. NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. Golden State Warriors var ekki eina liðið sem fagnaði sigri á fyrsta kvöldinu á nýju NBA-tímabilið því Chicago Bulls vann heimasigur á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers og Detroit Pistins vann óvæntan útisigur á Atlanta Hawks.Leikmenn Golden State Warriors fengu meistarahringi sína afhenta fyrir leikinn á móti New Orleans Pelicans í nótt og horfðu síðan á meistarafánann vera dreginn upp í Oracle höllinni í Oakland. Það hafði greinilega góð áhrif því Warriors-liðið vann leikinn 111-95. Stephen Curry var rosalegur í fyrsta leikhlutanum þar sem hann skoraði 24 stig og fjóra þrista. Curry endaði síðan með því að setja niður 14 af 26 skotum sínum og vera með 7 stoðsendingar, 6 fráköst og svo 40 stig. Þetta var tíundi 40 stiga leikur hans í NBA. Anthony Davis, stæsta stjarna New Orleans Pelicans, hitti aðeins úr 4 af 20 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 af 18 stigum sínum á vítalínunni.Pau Gasol varði skot frá LeBron James á lokasekúndunum og lið hans Chicago Bulls vann 97-95 heimasigur á meistaraefnunum úr Cleveland Cavaliers en meðal áhorfenda var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Nikola Mirotic skoraði 19 stig fyrir Bulls-liðið, Derrick Rose var með 18 stig og Jimmy Butler bætti við 17 stigum. Pau Gasol var hinsvegar með fleiri varin skot (6) en stig (2) og fráköst (2) samanlagt. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Mo Williams var með 19 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.Kentavious Caldwell-Pope skoraði 21 stig fyrir Detroit Pistons þegar liðið vann óvæntan 106-94 útisigur á Atlanta Hawks, liðinu sem var með bestan árangur í Austurdeildinni á síðustu leiktíð. Allir byrjunarliðsmenn Detroit Pistons skoruðu yfir tíu stig í leiknum en Pistons-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á tímabili síðan 2008. Andre Drummond var með 19 fráköst og 19 stig og Marcus Morris bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Þjóðverjinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá með 20 stig á 25 mínútum af bekknum, Paul Millsap skoraði 19 stig og Jeff Teague var með 18 stg.
NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira