Porsche Macan GTS er 360 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 15:08 Porsche Macan GTS kemur á svörtum 20 tommu felgum. Autoblog Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent
Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent