Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 15:40 Hera Hilmarsdóttir. Vísir/Getty Edduverðlaunahafinn Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í kvikmyndinni An Ordinary Man sem bandaríska fyrirtækið Enderby Entertainment framleiðir. Mótleikari Heru í myndinni er ekki af verri endanum en það er enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Frá þessu er greint á vef Hollywood Reporter. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Kingsley, sem myndar samband við húshjálpina sína, leikin af Heru Hilmarsdóttur. Þegar stríðsglæpamaðurinn finnur fyrir því að hann er ekki lengur óhultur áttar hann sig á því að húshjálpin er eina manneskjan sem hann getur treyst. Breski leikarinn Peter Serafinowicz, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Spy og Guardians of the Galaxy, leikur einnig í myndinni.Ben Kingsley.Vísir/GettyTökur hennar munu hefjast í Belgrad í Serbíu í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á að baki myndirnar Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events, City of Angels og Casper. Hera Hilmarsdóttir, sem gengur undir nafninu Hera Hilmar ytra, er þekktust hér heima fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vonarstræti sem kom út í fyrra en hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hún hefur einnig komið fyrir í stóru hlutverki í 25 þáttum af bandarísku sjónvarpsseríunni Da Vinci´s Demons eftir hinn þekkta handritshöfund David S. Goyer. Á verkefnalista Heru á vefnum IMDb.com kemur fram að hún muni leika á móti Josh Hartnett í myndinni Mountains and Stones og einnig í kvikmyndinni Alleycats. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Edduverðlaunahafinn Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í kvikmyndinni An Ordinary Man sem bandaríska fyrirtækið Enderby Entertainment framleiðir. Mótleikari Heru í myndinni er ekki af verri endanum en það er enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Frá þessu er greint á vef Hollywood Reporter. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Kingsley, sem myndar samband við húshjálpina sína, leikin af Heru Hilmarsdóttur. Þegar stríðsglæpamaðurinn finnur fyrir því að hann er ekki lengur óhultur áttar hann sig á því að húshjálpin er eina manneskjan sem hann getur treyst. Breski leikarinn Peter Serafinowicz, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Spy og Guardians of the Galaxy, leikur einnig í myndinni.Ben Kingsley.Vísir/GettyTökur hennar munu hefjast í Belgrad í Serbíu í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á að baki myndirnar Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events, City of Angels og Casper. Hera Hilmarsdóttir, sem gengur undir nafninu Hera Hilmar ytra, er þekktust hér heima fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vonarstræti sem kom út í fyrra en hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hún hefur einnig komið fyrir í stóru hlutverki í 25 þáttum af bandarísku sjónvarpsseríunni Da Vinci´s Demons eftir hinn þekkta handritshöfund David S. Goyer. Á verkefnalista Heru á vefnum IMDb.com kemur fram að hún muni leika á móti Josh Hartnett í myndinni Mountains and Stones og einnig í kvikmyndinni Alleycats.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið