Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 15:40 Hera Hilmarsdóttir. Vísir/Getty Edduverðlaunahafinn Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í kvikmyndinni An Ordinary Man sem bandaríska fyrirtækið Enderby Entertainment framleiðir. Mótleikari Heru í myndinni er ekki af verri endanum en það er enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Frá þessu er greint á vef Hollywood Reporter. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Kingsley, sem myndar samband við húshjálpina sína, leikin af Heru Hilmarsdóttur. Þegar stríðsglæpamaðurinn finnur fyrir því að hann er ekki lengur óhultur áttar hann sig á því að húshjálpin er eina manneskjan sem hann getur treyst. Breski leikarinn Peter Serafinowicz, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Spy og Guardians of the Galaxy, leikur einnig í myndinni.Ben Kingsley.Vísir/GettyTökur hennar munu hefjast í Belgrad í Serbíu í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á að baki myndirnar Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events, City of Angels og Casper. Hera Hilmarsdóttir, sem gengur undir nafninu Hera Hilmar ytra, er þekktust hér heima fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vonarstræti sem kom út í fyrra en hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hún hefur einnig komið fyrir í stóru hlutverki í 25 þáttum af bandarísku sjónvarpsseríunni Da Vinci´s Demons eftir hinn þekkta handritshöfund David S. Goyer. Á verkefnalista Heru á vefnum IMDb.com kemur fram að hún muni leika á móti Josh Hartnett í myndinni Mountains and Stones og einnig í kvikmyndinni Alleycats. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Edduverðlaunahafinn Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í kvikmyndinni An Ordinary Man sem bandaríska fyrirtækið Enderby Entertainment framleiðir. Mótleikari Heru í myndinni er ekki af verri endanum en það er enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Frá þessu er greint á vef Hollywood Reporter. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Kingsley, sem myndar samband við húshjálpina sína, leikin af Heru Hilmarsdóttur. Þegar stríðsglæpamaðurinn finnur fyrir því að hann er ekki lengur óhultur áttar hann sig á því að húshjálpin er eina manneskjan sem hann getur treyst. Breski leikarinn Peter Serafinowicz, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Spy og Guardians of the Galaxy, leikur einnig í myndinni.Ben Kingsley.Vísir/GettyTökur hennar munu hefjast í Belgrad í Serbíu í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á að baki myndirnar Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events, City of Angels og Casper. Hera Hilmarsdóttir, sem gengur undir nafninu Hera Hilmar ytra, er þekktust hér heima fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vonarstræti sem kom út í fyrra en hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hún hefur einnig komið fyrir í stóru hlutverki í 25 þáttum af bandarísku sjónvarpsseríunni Da Vinci´s Demons eftir hinn þekkta handritshöfund David S. Goyer. Á verkefnalista Heru á vefnum IMDb.com kemur fram að hún muni leika á móti Josh Hartnett í myndinni Mountains and Stones og einnig í kvikmyndinni Alleycats.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira