Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 15:40 Hera Hilmarsdóttir. Vísir/Getty Edduverðlaunahafinn Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í kvikmyndinni An Ordinary Man sem bandaríska fyrirtækið Enderby Entertainment framleiðir. Mótleikari Heru í myndinni er ekki af verri endanum en það er enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Frá þessu er greint á vef Hollywood Reporter. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Kingsley, sem myndar samband við húshjálpina sína, leikin af Heru Hilmarsdóttur. Þegar stríðsglæpamaðurinn finnur fyrir því að hann er ekki lengur óhultur áttar hann sig á því að húshjálpin er eina manneskjan sem hann getur treyst. Breski leikarinn Peter Serafinowicz, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Spy og Guardians of the Galaxy, leikur einnig í myndinni.Ben Kingsley.Vísir/GettyTökur hennar munu hefjast í Belgrad í Serbíu í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á að baki myndirnar Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events, City of Angels og Casper. Hera Hilmarsdóttir, sem gengur undir nafninu Hera Hilmar ytra, er þekktust hér heima fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vonarstræti sem kom út í fyrra en hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hún hefur einnig komið fyrir í stóru hlutverki í 25 þáttum af bandarísku sjónvarpsseríunni Da Vinci´s Demons eftir hinn þekkta handritshöfund David S. Goyer. Á verkefnalista Heru á vefnum IMDb.com kemur fram að hún muni leika á móti Josh Hartnett í myndinni Mountains and Stones og einnig í kvikmyndinni Alleycats. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Edduverðlaunahafinn Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í kvikmyndinni An Ordinary Man sem bandaríska fyrirtækið Enderby Entertainment framleiðir. Mótleikari Heru í myndinni er ekki af verri endanum en það er enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Frá þessu er greint á vef Hollywood Reporter. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Kingsley, sem myndar samband við húshjálpina sína, leikin af Heru Hilmarsdóttur. Þegar stríðsglæpamaðurinn finnur fyrir því að hann er ekki lengur óhultur áttar hann sig á því að húshjálpin er eina manneskjan sem hann getur treyst. Breski leikarinn Peter Serafinowicz, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Spy og Guardians of the Galaxy, leikur einnig í myndinni.Ben Kingsley.Vísir/GettyTökur hennar munu hefjast í Belgrad í Serbíu í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á að baki myndirnar Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events, City of Angels og Casper. Hera Hilmarsdóttir, sem gengur undir nafninu Hera Hilmar ytra, er þekktust hér heima fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vonarstræti sem kom út í fyrra en hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hún hefur einnig komið fyrir í stóru hlutverki í 25 þáttum af bandarísku sjónvarpsseríunni Da Vinci´s Demons eftir hinn þekkta handritshöfund David S. Goyer. Á verkefnalista Heru á vefnum IMDb.com kemur fram að hún muni leika á móti Josh Hartnett í myndinni Mountains and Stones og einnig í kvikmyndinni Alleycats.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira