Ég veit ekki hvort var á undan, eggið eða hænan Magnús Guðmundsson skrifar 10. október 2015 10:30 Sigurður Árni Sigurðsson við eitt verka sinna á sýningunni VARP sem opnar í dag í Hverfisgallerí. Visir/Vilhelm Sigurður Árni Sigurðsson á að baki glæsilegan feril í myndlistinni en í verkum sínum hefur hann oft velt upp spurningum um hlutverk fyrirmynda eða forma á myndfletinum og vægi forgrunns og bakgrunns. Í sumum verkum Sigurðar Árna er jafnvel að finna skugga þessara fyrirmynda sem eru ekki til staðar í myndinni sjálfri. Sigurður Árni hefur í gegnum tíðina fengist við ýmsa miðla þó svo málverkið sé hans aðalmiðill. En á sýningunni VARP kemur hann enn á óvart með nýjum verkum og ferskri nálgun á mörkum málverks og skúlptúrs. „Ég var með tvær sýningar í Frakklandi, og önnur var býsna stór og á safni, en þar var ég einvörðungu að sýna málverk og teikningar. Það getur verið að það sé hluti af ástæðum þess að ég sýni núna þessi verk í Hverfisgalleríi. Þetta eru verk sem ég vil bara kalla málverk en þau eru engu að síður ekki olía á striga heldur eru efnistökin önnur. Þetta er soldið öðruvísi en ég hef verið að gera en samt sem áður algjörlega eðlilegt framhald. Ég held að ég hafi drifið í að gera þessi verk núna, eftir að þau höfðu legið lengi í undirmeðvitundinni, eftir að ég var búinn að vera með þessar tvær sýningar á klassískum málverkum.Sigurður Árni SigurðssonBakgrunnsvandamálið Þó svo ég vilji kalla þetta málverk þá er þetta útskorið ál og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég fór að vinna þessi verk að það hefur verið einhver árátta hjá mér í gegnum tíðina að taka form úr málverkunum mínum og gera þau þrívíð. Ástæðan fyrir því er, sem ég er alltaf að skynja betur og betur, þetta endalausa vandamál með bakgrunninn. Bakgrunninn í málverki. Þetta hef ég verið að fara í gegnum í mínum fyrri verkum eins og t.d. í trjágörðunum mínum, kúlutrén, sem ég endaði með að gera í módel og eins er með hluta af útilistaverkum sem ég hef gert. Þar eru hlutir sem hafa sprottið beint út úr málverkinu. Hlutir sem krefjast þess af mér á endanum að vera raungerðir.Ein hugmynd í marga miðla Þess vegna lít ég á þessi verk sem ég er að sýna núna sem málverk. Þetta er framhald af því sem hefur gerst áður eins og þegar trjágarðarnir urðu að módelum eða þegar ég fór að gera glerverk út frá hugmyndum sem voru búnar að vera að gerjast í málverki. En svo veit maður aldrei alveg hvort var á undan, eggið eða hænan því þetta er allt eitt endalaust samtal.“ Þrátt fyrir þessa þróun í verkum Sigurðar Árna snýr hann þó alltaf aftur að striganum. Hann segir að þetta sé í raun þróun. „Ég sé þetta frekar þannig að það sem ég vinn með utan strigans bakkar upp hugmyndirnar. Ég er alltaf að sannreyna þær hugmyndir sem ég er að velta áfram á undan mér og þess vegna fer sú hugmynd kannski í gegnum fleiri en einn eða jafnvel tvo miðla. Það eru engin skilaboð fólgin í miðlinum hverju sinni heldur er ég fyrst og fremst að takast á við form og vídd. Ég er núna að vinna með ál og það er engin dýpri meining í því efnisvali. Samt veit ég að ál er iðnaðarvara og þar að auki þá er það pólýhúðað svo efnið er algjörlega dautt sem slíkt. En ég vel álið, umfram t.d. við sem myndi fela í sér ákveðna áferð sem ég vil ekki, svo ég leita bara uppi efni sem þjóna hugmyndinni hverju sinni. Á endanum er þetta leikur með formið og þar sem þetta er orðið þrívítt þá myndast bein tenging við birtu hvort sem það er rafmagnsljós eða dagsbirta. Þannig eru til að mynda útilistaverkin mín.“Eitt af verkum Sigurðar Árna á sýningunni VARP. Fréttablaðið/VilhelmNábýlið við náttúruna Í verkum Sigurðar Árna er oft að finna sterka skírskotun í náttúruna, til að mynda í litum og formi. Það leiðir hugann að því hvort náttúruhringnum sé lokið með efnisvali á borð við álið. „Ég nota reyndar sexhyrninginn mikið í því sem ég er að gera núna og það er eitt af grunnformum náttúrunnar. Þannig að náttúran er enn til staðar. En hún er ómeðvituð í mínum verkum og þannig hefur það alltaf verið. Íslenskir listamenn finna þetta þegar þeir fara út í heim. Útlendingar telja sig alltaf sjá náttúrutengingu í öllu sem við gerum. Ég held að þetta sé rétt hjá þeim vegna þess að þó svo við séum komin inn í tuttugustu og fyrstu öldina þá lifum við í svo miklu nábýli við náttúruna að þessi ómeðvitaða náttúrutenging er alltaf til staðar. Þetta er hluti af okkur, hluti af því sem við erum og það finnst mér fallegt.“ Myndlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sigurður Árni Sigurðsson á að baki glæsilegan feril í myndlistinni en í verkum sínum hefur hann oft velt upp spurningum um hlutverk fyrirmynda eða forma á myndfletinum og vægi forgrunns og bakgrunns. Í sumum verkum Sigurðar Árna er jafnvel að finna skugga þessara fyrirmynda sem eru ekki til staðar í myndinni sjálfri. Sigurður Árni hefur í gegnum tíðina fengist við ýmsa miðla þó svo málverkið sé hans aðalmiðill. En á sýningunni VARP kemur hann enn á óvart með nýjum verkum og ferskri nálgun á mörkum málverks og skúlptúrs. „Ég var með tvær sýningar í Frakklandi, og önnur var býsna stór og á safni, en þar var ég einvörðungu að sýna málverk og teikningar. Það getur verið að það sé hluti af ástæðum þess að ég sýni núna þessi verk í Hverfisgalleríi. Þetta eru verk sem ég vil bara kalla málverk en þau eru engu að síður ekki olía á striga heldur eru efnistökin önnur. Þetta er soldið öðruvísi en ég hef verið að gera en samt sem áður algjörlega eðlilegt framhald. Ég held að ég hafi drifið í að gera þessi verk núna, eftir að þau höfðu legið lengi í undirmeðvitundinni, eftir að ég var búinn að vera með þessar tvær sýningar á klassískum málverkum.Sigurður Árni SigurðssonBakgrunnsvandamálið Þó svo ég vilji kalla þetta málverk þá er þetta útskorið ál og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég fór að vinna þessi verk að það hefur verið einhver árátta hjá mér í gegnum tíðina að taka form úr málverkunum mínum og gera þau þrívíð. Ástæðan fyrir því er, sem ég er alltaf að skynja betur og betur, þetta endalausa vandamál með bakgrunninn. Bakgrunninn í málverki. Þetta hef ég verið að fara í gegnum í mínum fyrri verkum eins og t.d. í trjágörðunum mínum, kúlutrén, sem ég endaði með að gera í módel og eins er með hluta af útilistaverkum sem ég hef gert. Þar eru hlutir sem hafa sprottið beint út úr málverkinu. Hlutir sem krefjast þess af mér á endanum að vera raungerðir.Ein hugmynd í marga miðla Þess vegna lít ég á þessi verk sem ég er að sýna núna sem málverk. Þetta er framhald af því sem hefur gerst áður eins og þegar trjágarðarnir urðu að módelum eða þegar ég fór að gera glerverk út frá hugmyndum sem voru búnar að vera að gerjast í málverki. En svo veit maður aldrei alveg hvort var á undan, eggið eða hænan því þetta er allt eitt endalaust samtal.“ Þrátt fyrir þessa þróun í verkum Sigurðar Árna snýr hann þó alltaf aftur að striganum. Hann segir að þetta sé í raun þróun. „Ég sé þetta frekar þannig að það sem ég vinn með utan strigans bakkar upp hugmyndirnar. Ég er alltaf að sannreyna þær hugmyndir sem ég er að velta áfram á undan mér og þess vegna fer sú hugmynd kannski í gegnum fleiri en einn eða jafnvel tvo miðla. Það eru engin skilaboð fólgin í miðlinum hverju sinni heldur er ég fyrst og fremst að takast á við form og vídd. Ég er núna að vinna með ál og það er engin dýpri meining í því efnisvali. Samt veit ég að ál er iðnaðarvara og þar að auki þá er það pólýhúðað svo efnið er algjörlega dautt sem slíkt. En ég vel álið, umfram t.d. við sem myndi fela í sér ákveðna áferð sem ég vil ekki, svo ég leita bara uppi efni sem þjóna hugmyndinni hverju sinni. Á endanum er þetta leikur með formið og þar sem þetta er orðið þrívítt þá myndast bein tenging við birtu hvort sem það er rafmagnsljós eða dagsbirta. Þannig eru til að mynda útilistaverkin mín.“Eitt af verkum Sigurðar Árna á sýningunni VARP. Fréttablaðið/VilhelmNábýlið við náttúruna Í verkum Sigurðar Árna er oft að finna sterka skírskotun í náttúruna, til að mynda í litum og formi. Það leiðir hugann að því hvort náttúruhringnum sé lokið með efnisvali á borð við álið. „Ég nota reyndar sexhyrninginn mikið í því sem ég er að gera núna og það er eitt af grunnformum náttúrunnar. Þannig að náttúran er enn til staðar. En hún er ómeðvituð í mínum verkum og þannig hefur það alltaf verið. Íslenskir listamenn finna þetta þegar þeir fara út í heim. Útlendingar telja sig alltaf sjá náttúrutengingu í öllu sem við gerum. Ég held að þetta sé rétt hjá þeim vegna þess að þó svo við séum komin inn í tuttugustu og fyrstu öldina þá lifum við í svo miklu nábýli við náttúruna að þessi ómeðvitaða náttúrutenging er alltaf til staðar. Þetta er hluti af okkur, hluti af því sem við erum og það finnst mér fallegt.“
Myndlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira