Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsso skrifar 10. október 2015 11:00 Ólafía slær hér inn á flötina. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni, eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. LETAS-mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu en þetta er fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni en Valdís tekur þátt annað árið í röð eftir að hafa endað í 38. sæti á síðasta ári. Ólafía lék fyrsta hring mótsins vel og lauk leik á fjórum höggum undir pari en hún náði sér ekki jafn vel á strik í gær og lék á tveimur höggum yfir pari. Náði hún aðeins tveimur fuglum á hringnum en fjórum skollum og er í 8-9. sæti á tveimur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Natalia Escuriola. Spilamennska Valdísar í gær var sveiflukennd þrátt fyrir að leika á pari en hún fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hefur Valdís leikið báða hringina á pari en hún hefur alls krækt í ellefu fugla á fyrstu tveimur hringjunum og er í 11. sæti að tveimur hringjum loknum. Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar en Ólafía er í 16. sæti stigalistans eftir góða frammistöðu í Portúgal um síðustu helgi. Valdís er í 25. sæti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Portúgal en 20. efstu kylfingarnir fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Aðeins einni íslenskri konu hefur tekist að komast á LET-Evrópumótaröðinni en það var Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili árið 2004. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni, eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. LETAS-mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu en þetta er fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni en Valdís tekur þátt annað árið í röð eftir að hafa endað í 38. sæti á síðasta ári. Ólafía lék fyrsta hring mótsins vel og lauk leik á fjórum höggum undir pari en hún náði sér ekki jafn vel á strik í gær og lék á tveimur höggum yfir pari. Náði hún aðeins tveimur fuglum á hringnum en fjórum skollum og er í 8-9. sæti á tveimur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Natalia Escuriola. Spilamennska Valdísar í gær var sveiflukennd þrátt fyrir að leika á pari en hún fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hefur Valdís leikið báða hringina á pari en hún hefur alls krækt í ellefu fugla á fyrstu tveimur hringjunum og er í 11. sæti að tveimur hringjum loknum. Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar en Ólafía er í 16. sæti stigalistans eftir góða frammistöðu í Portúgal um síðustu helgi. Valdís er í 25. sæti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Portúgal en 20. efstu kylfingarnir fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Aðeins einni íslenskri konu hefur tekist að komast á LET-Evrópumótaröðinni en það var Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili árið 2004.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34