Íslenski boltinn

Præst: Þarf á nýrri áskorun að halda

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fyrirliðinn er farinn frá Stjörnunni.
Fyrirliðinn er farinn frá Stjörnunni. Vísir/valli
„Ástæðan fyrir þessu er einföld, ég vonast til þess að bæta bæta mig sem leikmaður með þessu. Ég tel mig þurfa á nýrri áskorun að halda því mér var farið að líða of vel í Stjörnunni eftir frábær ár í herbúðum félagsins,“ sagði Præst sem sagði næsta skref ekki komið á hreint.

Præst var ekki tilbúinn að ræða áhuga annarra félaga en hann hefur verið orðaður meðal annars við KR.

„Mér hefur liðið vel á Íslandi og fjölskyldunni sömuleiðis. Ég get ekkert sagt að þessu stöddu, ég mun setjast niður og ræða við umboðsmanninn minn á næstu dögum.“

„Ég vildi greina frá þessu strax til þess að Stjarnan gæti fundið staðgengil og einbeitt sér að því að koma honum að en ekki að það væri verið að reyna að vinna í þessu endalaust,“ sagði Præst sem var þakklátur eftir þrjú ár hjá Stjörnunni.

 

„Þetta er búið að vera frábær tími og það er erfitt að vera að fara frá félaginu en ég tek þetta skref til þess að verða betri fótboltamaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×