Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2015 18:27 Strákarnir fagna marki Kolbeins. vísir/vilhelm „Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
„Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24