Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 12:00 Aron og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari. vísir/anton Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00