Winterkorn úr öllum áhrifastöðum Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 11:58 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent