42% aukning í sölu Opel atvinnubíla Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:45 Opel atvinnubílar. Mikil gleði ríkir í herbúðum Opel þessa dagana. Nýjasta samantekt á bílasölu í Evrópu leiðir í ljós að hlutfallsleg söluaukning í septembermánuði er mest hjá Opel. Í þeim mánuði einum óx hún um 4,7%, eða um 5.200 eintök og leggur sig á 114.100 bíla á ársgrundvelli. Að sama skapi hefur markaðshlutdeild Opel vaxið uppí 6,21%. „Þessi vöxtur hjá okkur er enn ánægjulegri fyrir þá sök að Opel dró sig út af Rússlandsmarkaði. Við erum líka afar bjartsýnir á komandi tíma með hliðsjón af þeim góðu viðbrögðum sem nýju tegundirnar okkar eru að fá ,“ segir Peter Christian Küspert frá Opel Group. Samanburður við sama tímabil í fyrra leiðir í ljós að Opel hefur aukið sölu sína í fólksbílum til almennings á 19 markaðssvæðum. Þá hefur atvinnubílahlutinn hjá Opel átt mikilli velgengni að fagna með 42% aukningu í nýskráningum fyrstu níu mánuði ársins. Vinnuþjarkarnir Movano, Vivaro og Combo eru því augljóslega að slá í gegn hjá sínum markhópi. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent
Mikil gleði ríkir í herbúðum Opel þessa dagana. Nýjasta samantekt á bílasölu í Evrópu leiðir í ljós að hlutfallsleg söluaukning í septembermánuði er mest hjá Opel. Í þeim mánuði einum óx hún um 4,7%, eða um 5.200 eintök og leggur sig á 114.100 bíla á ársgrundvelli. Að sama skapi hefur markaðshlutdeild Opel vaxið uppí 6,21%. „Þessi vöxtur hjá okkur er enn ánægjulegri fyrir þá sök að Opel dró sig út af Rússlandsmarkaði. Við erum líka afar bjartsýnir á komandi tíma með hliðsjón af þeim góðu viðbrögðum sem nýju tegundirnar okkar eru að fá ,“ segir Peter Christian Küspert frá Opel Group. Samanburður við sama tímabil í fyrra leiðir í ljós að Opel hefur aukið sölu sína í fólksbílum til almennings á 19 markaðssvæðum. Þá hefur atvinnubílahlutinn hjá Opel átt mikilli velgengni að fagna með 42% aukningu í nýskráningum fyrstu níu mánuði ársins. Vinnuþjarkarnir Movano, Vivaro og Combo eru því augljóslega að slá í gegn hjá sínum markhópi.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent