Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 14:54 Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Vísir/Getty Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Liðin eigast við hér í Konya í Tyrklandi en á blaðamannafundi í dag hrósaði Terim íslenska liðinu fyrir árangurinn, en Ísland er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM. „Ég vil fyrst og fremst óska Íslandi til hamingju með sitt fyrsta sæti á stórmóti í knattspyrnu. Ég vil óska þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni til hamingju sem og allri íslensku þjóðinni.“ „Liðið bar höfuð og herðar yfir önnu lið í riðlinum, líka Tékkland. Þeir eiga virðingu skilda,“ sagði Terim en Ísland er í efsta sæti riðilsins með einu stigi meira en Tékkland. Tyrkland er í þriðja sætinu en þarf stig til að gulltryggja það og sæti í umspilinu í næsta mánuði. Holland er skammt undan og á enn möguleika á þriðja sætinu með sigri á Tékklandi á morgun. Terim segir að það séu þrjár mögulegar niðurstöður á morgun. Að Tyrkland tapi og komist ekki áfram, að Tyrkir nái að minnsta kosti stigi og að liðið fari í umspil eða að liðið vinni og fari beint áfram í keppnina, verði úrslit annarra leikja hagstæð. Liðið sem nær bestum árangri í þriðja sæti fer beint á EM en önnur lið fara í umspil í næsta mánuði. „Við viljum auðvitað þriðja möguleikann. Þetta er tækifæri sem við viljum alls ekki missa af og ég vona að það verði að veruleika að við förum beint áfram. Við erum þess fullvissir að við getum unnið leikinn.“ Terim, rétt eins og Arda Turan fyrirliði, vottað samúð allra í landsliðinu með fórnarlömbunum ódæðanna í Ankara og fjölskyldum þeirra. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Liðin eigast við hér í Konya í Tyrklandi en á blaðamannafundi í dag hrósaði Terim íslenska liðinu fyrir árangurinn, en Ísland er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM. „Ég vil fyrst og fremst óska Íslandi til hamingju með sitt fyrsta sæti á stórmóti í knattspyrnu. Ég vil óska þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni til hamingju sem og allri íslensku þjóðinni.“ „Liðið bar höfuð og herðar yfir önnu lið í riðlinum, líka Tékkland. Þeir eiga virðingu skilda,“ sagði Terim en Ísland er í efsta sæti riðilsins með einu stigi meira en Tékkland. Tyrkland er í þriðja sætinu en þarf stig til að gulltryggja það og sæti í umspilinu í næsta mánuði. Holland er skammt undan og á enn möguleika á þriðja sætinu með sigri á Tékklandi á morgun. Terim segir að það séu þrjár mögulegar niðurstöður á morgun. Að Tyrkland tapi og komist ekki áfram, að Tyrkir nái að minnsta kosti stigi og að liðið fari í umspil eða að liðið vinni og fari beint áfram í keppnina, verði úrslit annarra leikja hagstæð. Liðið sem nær bestum árangri í þriðja sæti fer beint á EM en önnur lið fara í umspil í næsta mánuði. „Við viljum auðvitað þriðja möguleikann. Þetta er tækifæri sem við viljum alls ekki missa af og ég vona að það verði að veruleika að við förum beint áfram. Við erum þess fullvissir að við getum unnið leikinn.“ Terim, rétt eins og Arda Turan fyrirliði, vottað samúð allra í landsliðinu með fórnarlömbunum ódæðanna í Ankara og fjölskyldum þeirra.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44
Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30