VW innkallar 100.000 bíla í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:23 Innkallanir dísilbíla Volkswagen eru hafnar. Autoblog Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent
Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent