H&M kemur og fer Stjórnarmaðurinn skrifar 14. október 2015 09:30 Enn ein fréttin var skrifuð nú í gær um væntanlega komu sænska tískurisans H&M til Íslands. Í þetta skiptið var spjallað við framkvæmdastjóra Smáralindar sem staðfesti að hann hefði engar viðræður átt við forsvarsmenn H&M síðan árið 2011. Pælingar um yfirvofandi opnun á Íslandi væru því úr lausu lofti gripnar. Ekki er hægt að sjá í hendi sér hvers vegna H&M ætti að setja á forgangslistann að opna verslanir á Íslandi. Þótt Íslendingur láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að innkaupum er staðreyndin sú að Ísland er sannkallaður örmarkaður með sínar þrjú hundruð þúsund hræður. H&M starfar heldur ekki með sérleyfishöfum og því væri það talsverður höfuðverkur fyrir félagið að stofnsetja verslanir á Íslandi frá grunni án þess að njóta leiðsagnar og reynslu heimamanna. H&M hefur hreinlega stærri fiska að steikja svo gripið sé til beinnar þýðingar á slæmu ensku orðtæki. Stærsta ástæðan er þó sennilega sú að samkvæmt könnunum er H&M með um 30% markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar versla í H&M á ferðum sínum, og því væri félagið sennilega að færa tekjur úr einum vasa í annan með því að opna verslanir hér á landi. Við það má svo bæta öllum þeim kostnaði sem fylgir - svo sem leigu á húsnæði, kostnaði við starfsfólk, markaðsmál og svo mætti áfram telja. Reikningsdæmið er fljótt að súrna. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma gæti því verið að besta leiðin fyrir íslenska H&M aðdáendur til að fá forsvarsmenn félagsins til að opna verslun á Íslandi sé að hætta að versla hjá sænska risanum á ferðum sínum. Þá fyrst væri eftir einhverju að slægjast fyrir H&M enda vandséð að markaðshlutdeildin hér á landi geti risið mikið meira frá því sem nú er. Þetta hefði líka þau jákvæðu hliðaráhrif að styðja enn frekar undir íslenska hönnun og verslun, en af nógu er að taka í þeim efnum. Síðast en ekki síst myndi þetta, a.m.k. tímabundið, mögulega verða til þess að íslenska þjóðin færi að tjalda lengur en til einnar nætur í tískumálum, og velja gæði umfram magn. Ekki veitir af í íslenska vetrinum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Enn ein fréttin var skrifuð nú í gær um væntanlega komu sænska tískurisans H&M til Íslands. Í þetta skiptið var spjallað við framkvæmdastjóra Smáralindar sem staðfesti að hann hefði engar viðræður átt við forsvarsmenn H&M síðan árið 2011. Pælingar um yfirvofandi opnun á Íslandi væru því úr lausu lofti gripnar. Ekki er hægt að sjá í hendi sér hvers vegna H&M ætti að setja á forgangslistann að opna verslanir á Íslandi. Þótt Íslendingur láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að innkaupum er staðreyndin sú að Ísland er sannkallaður örmarkaður með sínar þrjú hundruð þúsund hræður. H&M starfar heldur ekki með sérleyfishöfum og því væri það talsverður höfuðverkur fyrir félagið að stofnsetja verslanir á Íslandi frá grunni án þess að njóta leiðsagnar og reynslu heimamanna. H&M hefur hreinlega stærri fiska að steikja svo gripið sé til beinnar þýðingar á slæmu ensku orðtæki. Stærsta ástæðan er þó sennilega sú að samkvæmt könnunum er H&M með um 30% markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar versla í H&M á ferðum sínum, og því væri félagið sennilega að færa tekjur úr einum vasa í annan með því að opna verslanir hér á landi. Við það má svo bæta öllum þeim kostnaði sem fylgir - svo sem leigu á húsnæði, kostnaði við starfsfólk, markaðsmál og svo mætti áfram telja. Reikningsdæmið er fljótt að súrna. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma gæti því verið að besta leiðin fyrir íslenska H&M aðdáendur til að fá forsvarsmenn félagsins til að opna verslun á Íslandi sé að hætta að versla hjá sænska risanum á ferðum sínum. Þá fyrst væri eftir einhverju að slægjast fyrir H&M enda vandséð að markaðshlutdeildin hér á landi geti risið mikið meira frá því sem nú er. Þetta hefði líka þau jákvæðu hliðaráhrif að styðja enn frekar undir íslenska hönnun og verslun, en af nógu er að taka í þeim efnum. Síðast en ekki síst myndi þetta, a.m.k. tímabundið, mögulega verða til þess að íslenska þjóðin færi að tjalda lengur en til einnar nætur í tískumálum, og velja gæði umfram magn. Ekki veitir af í íslenska vetrinum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent