Ferrari eykur framleiðsluna um 30% Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 09:23 Í verksmiðju Ferrari. Autoblog Ítalski sportbílaframleiðandinn Ferrari hefur á undanförnum árum takmarkað framleiðslu sína til að halda uppi verði og eftirspurn eftir bílunum. Framleiðslan undanfarin ár hefur verið takmörkuð við um 7.000 bíla, en nú hefur verið ákveðið að auka framleiðsluna í 9.000 bíla hægt og rólega fram til ársins 2019, eða um 30%. Forstjóri Ferrari til margra ára var Luca di Montezemolo, en hann lét af störfum sem forstjóri fyrir um ári síðan. Ástæða uppsagnar hans voru deilur við forstjóra Fiat/Chrysler, Sergio Marchionne, en Ferrari hefur í langan tíma verið í eigu Fiat. Þessar deilur snéru ekki síst að framleiðslumagni Ferrari og vildi Luca aðeins framleiða 7.000 bíla á ári en Sergio 10.000 bíla. Nú þegar Sergio Marchionne hefur einnig tekið við stjórnartaumunum á Ferrari er því ekki nema von að framleiðslan verði aukin. Með því ætlar hann að auka hagnað Ferrari og taka sénsinn á því að heimsmarkaðurinn gleypi við 10.000 bílum á ári án þess að skerða ímynd Ferrari. Undir stjórn Sergi Marchionne mun Ferrari kynna nýjan bíla á hverju ári a.m.k. fram til ársins 2018 og verður síaukin notkun áls í þeim bílum. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Ferrari hefur á undanförnum árum takmarkað framleiðslu sína til að halda uppi verði og eftirspurn eftir bílunum. Framleiðslan undanfarin ár hefur verið takmörkuð við um 7.000 bíla, en nú hefur verið ákveðið að auka framleiðsluna í 9.000 bíla hægt og rólega fram til ársins 2019, eða um 30%. Forstjóri Ferrari til margra ára var Luca di Montezemolo, en hann lét af störfum sem forstjóri fyrir um ári síðan. Ástæða uppsagnar hans voru deilur við forstjóra Fiat/Chrysler, Sergio Marchionne, en Ferrari hefur í langan tíma verið í eigu Fiat. Þessar deilur snéru ekki síst að framleiðslumagni Ferrari og vildi Luca aðeins framleiða 7.000 bíla á ári en Sergio 10.000 bíla. Nú þegar Sergio Marchionne hefur einnig tekið við stjórnartaumunum á Ferrari er því ekki nema von að framleiðslan verði aukin. Með því ætlar hann að auka hagnað Ferrari og taka sénsinn á því að heimsmarkaðurinn gleypi við 10.000 bílum á ári án þess að skerða ímynd Ferrari. Undir stjórn Sergi Marchionne mun Ferrari kynna nýjan bíla á hverju ári a.m.k. fram til ársins 2018 og verður síaukin notkun áls í þeim bílum.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent