Landsliðsmaðurinn í badminton, Kári Gunnarsson, er á ferð og flugi þessa dagana.
Í gærdag var hann að taka þátt á alþjóðlegu móti í Síle. Þar fann Kári sig ekki og tapaði í oddalotu gegn Slóvakanum Matej Hlinican.
Kári vann fyrstu lotuna, 21-19, en náði ekki að fylgja því eftir því Hlinican tók þá næstu, 16-21. Í oddalotunni var Slóvakinn líka sterkari og vann, 17-21, og komst því áfram.
Kári hefur verið duglegur að taka þátt í mótum í Suður-Ameríku á síðustu vikum og næst tekur hann þátt í alþjóðlega brasilíska mótinu þann 21. október.
Kári tapaði í Síle
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti