Volvo rafvæðir allar bílgerðir Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 11:06 Brátt verða allar bílgerðir Volvo í boði sem tvinnbílar. Autoblog Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent
Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent