Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Dearbhla Doyle er sérfræðingur hjá Evrópusambandinu í málefnum norðurslóða. vísir/stefán Áhrif loftslagsbreytinga eru stærsta áhyggjuefni Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Það gætu verið mikil efnahagsleg tækifæri á norðurslóðum, meðal annars með nýjum siglingaleiðum, hins vegar verður að meta áhætturnar áður en lagt er í ný verkefni. Þetta er mat Dearbhla Doyle, sérfræðings hjá Evrópusambandinu (ESB) í norðurslóðamálum. Doyle er stödd hér á landi til að kynna norðurslóðastefnu Evrópusambandsins, en hún hefur unnið að nýrri stefnu sambandsins sem verið er að leggja lokahönd á drög að. Doyle kynnti stefnuna á fimmtudaginn á Trans Arctic Agenda ráðstefnunni, sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Rannsóknaþing norðursins og áttunda opna þing þess. Hún kynnti hana svo einnig í Hörpu í gær á Arctic Circle ráðstefnunni. Evrópusambandið hefur látið sig málefni norðurslóða mikið varða og hefur fjárfest 1,14 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða íslenskra króna, til þróunar á norðurslóðasvæði Evrópusambandsins og nágrannasvæðum þess. Í sjöundu rammaáætlun sinni hefur ESB einnig fjárfest 200 milljónir evra, jafnvirði 28 milljarða íslenskra króna, til alþjóðlegs rannsóknastarfs á svæðinu. Doyle segir nýja stefnu ESB ekki vera mjög frábrugðna þeirri frá árinu 2012. Áfram verði sjónum beint að þremur sviðum: þekkingu, ábyrgð og þátttöku. Hins vegar verði lagt meira upp úr því að samtvinna stefnur ESB um málefnið. „Við erum einnig að skoða það hvernig styrkir til norðurslóða geti unnið meira með fjárfestingum meðlimaríkja á svæðinu,“ segir Doyle. Aðspurð segir Doyle loftslagsbreytingar vera bæði stærstu ógnina og mesta tækifærið fyrir ESB á norðurslóðum. Erfitt sé að meta tækifærin, mikil óvissa ríki um hvað sé að finna á svæðinu í kjölfar loftslagsbreytinga. „Það eru miklar væntingar vegna olíu og gass sem gæti verið á svæðinu. Svo eru tækifæri vegna hlýnunar vatnsins þegar kemur að fiskiafla. Það eru líka mikil tækifæri fyrir ESB vegna opnunar nýrra siglingaleiða þar sem ESB er stórt viðskiptasvæði,“ segir Doyle. Hún ítrekar að ESB fylgi varúðarreglum á svæðinu og að mikilvægt sé að sýna nærgætni. Því hafi ESB dregið verulega úr leit á svæðinu, þangað til það fær frekari vísindaleg gögn. Stærsta ógnin sem ESB stendur frammi fyrir á norðurslóðum er sama ógn og norðurslóðir standa frammi fyrir; áhrif loftslagsbreytinga, ásamt því hvernig hægt sé að samræma áhrifin við efnahagsþróun á svæðinu. Evrópusambandið vill verða öðrum til fyrirmyndar á svæðinu. „ESB er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga, hins vegar mun það ekki hafa áhrif nema önnur lönd taki á skarið. Þess vegna tel ég að ráð eins og Hringborð norðurslóða þar sem fjölbreytt lönd sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu koma saman skipti miklu máli. Við teljum reglur sem við setjum evrópskum fyrirtækjum sem starfa á norðurslóðasvæðum af hinu góða og fyrirmynd til handa fyrirtækjum annarra þjóða. Auðvitað getum við einungis haft áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, en varðandi það að setja viðmið er þátttaka okkar mikilvæg,“ segir Doyle. Doyle telur jákvætt að Reykjavík sé vettvangur umræðna um norðurslóðir„Ég tel að það sé gott að fólk hér komi saman til að ræða þessi málefni. Mér finnst Arctic Circle mjög tilkomumikið þegar kemur að ræðumönnum. Það er líka gott fyrir okkur sem erum að móta stefnu og höfum unnið hana með meðlimaríkjum, og fengið innsýn Bandaríkjanna og Kanada, að fá annað sjónarhorn. Þegar maður kemur á viðburði eins og þennan upplifir maður sjónarhorn allra annarra hagsmunaaðila, meðal annars atvinnulífsins, iðnaðarins, fræðimanna og annarra samfélaga og ég held að það sé mjög gagnlegt,“ segir Doyle. Hún segir Evrópusambandið almennt hafa mikinn áhuga á að ræða við Ísland um margvísleg málefni. „Eitt aðalmálefnið er EES-samningurinn, en ég tel að við getum unnið saman að mörgum öðrum málefnum,“ segir Doyle. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga eru stærsta áhyggjuefni Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Það gætu verið mikil efnahagsleg tækifæri á norðurslóðum, meðal annars með nýjum siglingaleiðum, hins vegar verður að meta áhætturnar áður en lagt er í ný verkefni. Þetta er mat Dearbhla Doyle, sérfræðings hjá Evrópusambandinu (ESB) í norðurslóðamálum. Doyle er stödd hér á landi til að kynna norðurslóðastefnu Evrópusambandsins, en hún hefur unnið að nýrri stefnu sambandsins sem verið er að leggja lokahönd á drög að. Doyle kynnti stefnuna á fimmtudaginn á Trans Arctic Agenda ráðstefnunni, sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Rannsóknaþing norðursins og áttunda opna þing þess. Hún kynnti hana svo einnig í Hörpu í gær á Arctic Circle ráðstefnunni. Evrópusambandið hefur látið sig málefni norðurslóða mikið varða og hefur fjárfest 1,14 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða íslenskra króna, til þróunar á norðurslóðasvæði Evrópusambandsins og nágrannasvæðum þess. Í sjöundu rammaáætlun sinni hefur ESB einnig fjárfest 200 milljónir evra, jafnvirði 28 milljarða íslenskra króna, til alþjóðlegs rannsóknastarfs á svæðinu. Doyle segir nýja stefnu ESB ekki vera mjög frábrugðna þeirri frá árinu 2012. Áfram verði sjónum beint að þremur sviðum: þekkingu, ábyrgð og þátttöku. Hins vegar verði lagt meira upp úr því að samtvinna stefnur ESB um málefnið. „Við erum einnig að skoða það hvernig styrkir til norðurslóða geti unnið meira með fjárfestingum meðlimaríkja á svæðinu,“ segir Doyle. Aðspurð segir Doyle loftslagsbreytingar vera bæði stærstu ógnina og mesta tækifærið fyrir ESB á norðurslóðum. Erfitt sé að meta tækifærin, mikil óvissa ríki um hvað sé að finna á svæðinu í kjölfar loftslagsbreytinga. „Það eru miklar væntingar vegna olíu og gass sem gæti verið á svæðinu. Svo eru tækifæri vegna hlýnunar vatnsins þegar kemur að fiskiafla. Það eru líka mikil tækifæri fyrir ESB vegna opnunar nýrra siglingaleiða þar sem ESB er stórt viðskiptasvæði,“ segir Doyle. Hún ítrekar að ESB fylgi varúðarreglum á svæðinu og að mikilvægt sé að sýna nærgætni. Því hafi ESB dregið verulega úr leit á svæðinu, þangað til það fær frekari vísindaleg gögn. Stærsta ógnin sem ESB stendur frammi fyrir á norðurslóðum er sama ógn og norðurslóðir standa frammi fyrir; áhrif loftslagsbreytinga, ásamt því hvernig hægt sé að samræma áhrifin við efnahagsþróun á svæðinu. Evrópusambandið vill verða öðrum til fyrirmyndar á svæðinu. „ESB er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga, hins vegar mun það ekki hafa áhrif nema önnur lönd taki á skarið. Þess vegna tel ég að ráð eins og Hringborð norðurslóða þar sem fjölbreytt lönd sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu koma saman skipti miklu máli. Við teljum reglur sem við setjum evrópskum fyrirtækjum sem starfa á norðurslóðasvæðum af hinu góða og fyrirmynd til handa fyrirtækjum annarra þjóða. Auðvitað getum við einungis haft áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, en varðandi það að setja viðmið er þátttaka okkar mikilvæg,“ segir Doyle. Doyle telur jákvætt að Reykjavík sé vettvangur umræðna um norðurslóðir„Ég tel að það sé gott að fólk hér komi saman til að ræða þessi málefni. Mér finnst Arctic Circle mjög tilkomumikið þegar kemur að ræðumönnum. Það er líka gott fyrir okkur sem erum að móta stefnu og höfum unnið hana með meðlimaríkjum, og fengið innsýn Bandaríkjanna og Kanada, að fá annað sjónarhorn. Þegar maður kemur á viðburði eins og þennan upplifir maður sjónarhorn allra annarra hagsmunaaðila, meðal annars atvinnulífsins, iðnaðarins, fræðimanna og annarra samfélaga og ég held að það sé mjög gagnlegt,“ segir Doyle. Hún segir Evrópusambandið almennt hafa mikinn áhuga á að ræða við Ísland um margvísleg málefni. „Eitt aðalmálefnið er EES-samningurinn, en ég tel að við getum unnið saman að mörgum öðrum málefnum,“ segir Doyle.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira