Segir Rússa kasta olíu á eldinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2015 08:14 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Rússa. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19
Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54
Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15
Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00