Vísbendingar eru um að sjónvörp frá suður-kóreska tæknirisanum Samsung eyði mun meiri orku við venjulega notkun en í opinberum prófunum. Þetta kemur fram í frétt The Guardian og vitna þeir til prófa ComplianTV fyrirtækisins á sjónvörpunum.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út að allar ásakanir um svindli í prófum verði rannsakaðar og hefur heitið því að herða reglurgerðir varðandi orkunotkun til að koma í veg fyrir öll undanbrögð.
Málið þykir svipa til hneykslismáls Volkswagen sem kom upp í síðustu viku. Bílaframleiðandinn hefur viðurkennt að hafa komið fyrir hugbúnaði í ellefu milljónir dísilbíla sem hafi þau áhrif að bílarnir mengi minna við prófanir en við hefðbundna notkun.
Samsung hafnar ásökununum. Fyrirtækið segir búnað sem dregur úr birtu á sjónvarpsskjáum og þar með orkunotkun ekki bara fara í gang við prófanir heldur margoft við hefðbundna notkun, t.d. þegar horft sé á hasarmyndir, kappleiki eða veðurfréttir.
Þá sögðu forsvarsmenn Samsung að samanburður við Volkswagen skandalinn ætti ekki við nein rök að styðjast.

