Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Hættustigi lýst yfir 1. október 2015 16:41 Á myndinni má sjá bíl fréttastofu Stöðvar 2 úti í Skaftá. Rennslisaukning við Sveinstind er sú örasta frá því að stöðinni var komið á fót árið 1971. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn. Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn.
Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira