Veisla í anda Snorra 3. október 2015 09:15 Jónas Árnason bjó í Reykholti og hafði mikið gildi fyrir staðinn. Því þykir mér vænt um þessa mynd,“ segir Bergur. Mynd Guðlaugur Óskarsson Metnaðarfull dagskrá hefst í Snorrastofu í Reykholti klukkan 15 í dag. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á von á mörgum gestum. „Yfirleitt er góð aðsókn hjá okkur. Við erum með yfir 40 viðburði á hverju ári, námskeið, fyrirlestra, bókasafnskvöld og margt fleira,“ lýsir hann og segir starfsemina hafa gengið vel í þau 20 ár frá því stofnskrá Snorrastofu var undirrituð á dánardægri Snorra Sturlusonar, 23. september árið 1995. Bergur er menntaður á sviði forníslenskra fræða og var sá fyrsti sem ráðinn var að Snorrastofu eftir að hún var gerð að rannsóknarstofnun. Nú eru þar átta starfsmenn allt árið, þeir sinna rannsóknum auk þess að byggja upp sýningar, sinna móttöku gesta og umhverfinu á svæðinu. Meðal þess sem fagnað verður í dag er að hollvinafélagið Snorres venner í Noregi var stofnað 23. september síðastliðinn. Það hefur að markmiði að styðja við bakið á ýmsum samvinnuverkefnum Íslands og Noregs, einkum þeim sem tengjast Snorrastofu. „Samtökin hafa verið í undirbúningi lengi, meðal annars hjá vinum okkar í Noregi sem hjálpuðu okkur að fjármagna byggingu stofunnar. Það var ákveðinn hópur í Bergen, undir stjórn Arne Holm konsúls. Nú er kominn nýr konsúll, Kim Lindgjærd sem hefur haft forgöngu um stofnun vinasamtakanna,“ lýsir Bergur og getur þess að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari Snorres venner. Í afmælisdagskránni mun Ólafur Pálmason mag. art. fjalla um Jón Helgason á Rauðsgili og fara með nokkur ljóða hans, Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja sönglög og ný heimasíða Snorrastofu verður opnuð. Dagskráin hefst í Reykholtskirkju og veitingar verða í sýningar- og safnaðarsalnum. Ef veður leyfir bjóða heimamenn til sögugöngu um staðinn. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Metnaðarfull dagskrá hefst í Snorrastofu í Reykholti klukkan 15 í dag. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á von á mörgum gestum. „Yfirleitt er góð aðsókn hjá okkur. Við erum með yfir 40 viðburði á hverju ári, námskeið, fyrirlestra, bókasafnskvöld og margt fleira,“ lýsir hann og segir starfsemina hafa gengið vel í þau 20 ár frá því stofnskrá Snorrastofu var undirrituð á dánardægri Snorra Sturlusonar, 23. september árið 1995. Bergur er menntaður á sviði forníslenskra fræða og var sá fyrsti sem ráðinn var að Snorrastofu eftir að hún var gerð að rannsóknarstofnun. Nú eru þar átta starfsmenn allt árið, þeir sinna rannsóknum auk þess að byggja upp sýningar, sinna móttöku gesta og umhverfinu á svæðinu. Meðal þess sem fagnað verður í dag er að hollvinafélagið Snorres venner í Noregi var stofnað 23. september síðastliðinn. Það hefur að markmiði að styðja við bakið á ýmsum samvinnuverkefnum Íslands og Noregs, einkum þeim sem tengjast Snorrastofu. „Samtökin hafa verið í undirbúningi lengi, meðal annars hjá vinum okkar í Noregi sem hjálpuðu okkur að fjármagna byggingu stofunnar. Það var ákveðinn hópur í Bergen, undir stjórn Arne Holm konsúls. Nú er kominn nýr konsúll, Kim Lindgjærd sem hefur haft forgöngu um stofnun vinasamtakanna,“ lýsir Bergur og getur þess að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari Snorres venner. Í afmælisdagskránni mun Ólafur Pálmason mag. art. fjalla um Jón Helgason á Rauðsgili og fara með nokkur ljóða hans, Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja sönglög og ný heimasíða Snorrastofu verður opnuð. Dagskráin hefst í Reykholtskirkju og veitingar verða í sýningar- og safnaðarsalnum. Ef veður leyfir bjóða heimamenn til sögugöngu um staðinn.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira