Veisla í anda Snorra 3. október 2015 09:15 Jónas Árnason bjó í Reykholti og hafði mikið gildi fyrir staðinn. Því þykir mér vænt um þessa mynd,“ segir Bergur. Mynd Guðlaugur Óskarsson Metnaðarfull dagskrá hefst í Snorrastofu í Reykholti klukkan 15 í dag. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á von á mörgum gestum. „Yfirleitt er góð aðsókn hjá okkur. Við erum með yfir 40 viðburði á hverju ári, námskeið, fyrirlestra, bókasafnskvöld og margt fleira,“ lýsir hann og segir starfsemina hafa gengið vel í þau 20 ár frá því stofnskrá Snorrastofu var undirrituð á dánardægri Snorra Sturlusonar, 23. september árið 1995. Bergur er menntaður á sviði forníslenskra fræða og var sá fyrsti sem ráðinn var að Snorrastofu eftir að hún var gerð að rannsóknarstofnun. Nú eru þar átta starfsmenn allt árið, þeir sinna rannsóknum auk þess að byggja upp sýningar, sinna móttöku gesta og umhverfinu á svæðinu. Meðal þess sem fagnað verður í dag er að hollvinafélagið Snorres venner í Noregi var stofnað 23. september síðastliðinn. Það hefur að markmiði að styðja við bakið á ýmsum samvinnuverkefnum Íslands og Noregs, einkum þeim sem tengjast Snorrastofu. „Samtökin hafa verið í undirbúningi lengi, meðal annars hjá vinum okkar í Noregi sem hjálpuðu okkur að fjármagna byggingu stofunnar. Það var ákveðinn hópur í Bergen, undir stjórn Arne Holm konsúls. Nú er kominn nýr konsúll, Kim Lindgjærd sem hefur haft forgöngu um stofnun vinasamtakanna,“ lýsir Bergur og getur þess að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari Snorres venner. Í afmælisdagskránni mun Ólafur Pálmason mag. art. fjalla um Jón Helgason á Rauðsgili og fara með nokkur ljóða hans, Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja sönglög og ný heimasíða Snorrastofu verður opnuð. Dagskráin hefst í Reykholtskirkju og veitingar verða í sýningar- og safnaðarsalnum. Ef veður leyfir bjóða heimamenn til sögugöngu um staðinn. Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Metnaðarfull dagskrá hefst í Snorrastofu í Reykholti klukkan 15 í dag. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á von á mörgum gestum. „Yfirleitt er góð aðsókn hjá okkur. Við erum með yfir 40 viðburði á hverju ári, námskeið, fyrirlestra, bókasafnskvöld og margt fleira,“ lýsir hann og segir starfsemina hafa gengið vel í þau 20 ár frá því stofnskrá Snorrastofu var undirrituð á dánardægri Snorra Sturlusonar, 23. september árið 1995. Bergur er menntaður á sviði forníslenskra fræða og var sá fyrsti sem ráðinn var að Snorrastofu eftir að hún var gerð að rannsóknarstofnun. Nú eru þar átta starfsmenn allt árið, þeir sinna rannsóknum auk þess að byggja upp sýningar, sinna móttöku gesta og umhverfinu á svæðinu. Meðal þess sem fagnað verður í dag er að hollvinafélagið Snorres venner í Noregi var stofnað 23. september síðastliðinn. Það hefur að markmiði að styðja við bakið á ýmsum samvinnuverkefnum Íslands og Noregs, einkum þeim sem tengjast Snorrastofu. „Samtökin hafa verið í undirbúningi lengi, meðal annars hjá vinum okkar í Noregi sem hjálpuðu okkur að fjármagna byggingu stofunnar. Það var ákveðinn hópur í Bergen, undir stjórn Arne Holm konsúls. Nú er kominn nýr konsúll, Kim Lindgjærd sem hefur haft forgöngu um stofnun vinasamtakanna,“ lýsir Bergur og getur þess að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari Snorres venner. Í afmælisdagskránni mun Ólafur Pálmason mag. art. fjalla um Jón Helgason á Rauðsgili og fara með nokkur ljóða hans, Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja sönglög og ný heimasíða Snorrastofu verður opnuð. Dagskráin hefst í Reykholtskirkju og veitingar verða í sýningar- og safnaðarsalnum. Ef veður leyfir bjóða heimamenn til sögugöngu um staðinn.
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira