Aukin spenna yfir Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2015 10:30 Rússar hafa birt myndbönd af loftárásum sínum og segjast hafa gert fimmtán árásir í gær. Vísir/EPA Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. Hann segir Rússa ekki hafa komið fram með haldbærar skýringar á því að rússneskar herþotur rufu lofthelgi Tyrklands tvisvar sinnum í gær og í fyrradag. Yfirvöld í Rússlandi segja fyrsta skiptið einungis hafa varið í nokkrar sekúndur og það hafi gerst vegna veðurs. Hitt skiptið sé nú í skoðun. Ríkisstjórn Tyrklands hefur kallað sendiherra Rússa á fund í annað sinn vegna flugs herþotu inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Flugher Rússlands hóf loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Þeir segjast gera loftárásir á Íslamska ríkið og aðra hryðjuverkahópa. NATO og fleiri ríki segja þó að Rússar geri loftárásir á svokallaða hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands, frá völdum.Stoltenberg sagði einnig að samskiptalínur á milli NATO og Rússlands séu opnar, en þær hafi hins vegar ekki verið notaðar hingað til. Hann sagði viðveru Rússlands í Sýrlandi hafa aukist til muna og að hermenn hafi verið sendir þangað sem og herskip.Þröngt á þingi Nú eru fjölmargar flugvélar frá mörgum ríkjum sem notaðar eru til loftárása yfir Sýrlandi. Bandaríkin gera loftárásir, Rússar, Tyrkir, Frakkar, Ástralar, Kanada, Jórdanía, Sádi-Arabía og Sýrlendingar sjálfir. Áhyggjur eru uppi um að slys gæti átt sér stað, þar sem árásir eru oft á tíðum ekki samræmdar.Samkvæmt AP fréttaveitunni funduðu varnarmálasérfræðingar Bandaríkjanna og Rússlands í síðustu viku um hvernig væri hægt að draga úr spennu yfir Sýrlandi. Ekki var komist að neinni niðurstöðu og er búist við að viðræður muni halda áfram. Loftárásir NATO hafa þó flestar verið gerðar í norður- og austurhluta Sýrlands og gegn ISIS, en Rússar hafa gert árásir í vesturhluta landsins. Sjá má yfirlit yfir loftárásir Rússa frá og með 4. október hér á vef Institue for the Study of War. Rússar segja nú að rúmlega 50 herþotur og þyrlur séu notaðar í aðgerðum þeirra í Sýrlandi. Þeir fljúga um 20 til 25 sinnum á degi hverjum, en flugvélar NATO fljúga um átta sinnum á dag. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58 Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00 Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06 Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. Hann segir Rússa ekki hafa komið fram með haldbærar skýringar á því að rússneskar herþotur rufu lofthelgi Tyrklands tvisvar sinnum í gær og í fyrradag. Yfirvöld í Rússlandi segja fyrsta skiptið einungis hafa varið í nokkrar sekúndur og það hafi gerst vegna veðurs. Hitt skiptið sé nú í skoðun. Ríkisstjórn Tyrklands hefur kallað sendiherra Rússa á fund í annað sinn vegna flugs herþotu inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Flugher Rússlands hóf loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Þeir segjast gera loftárásir á Íslamska ríkið og aðra hryðjuverkahópa. NATO og fleiri ríki segja þó að Rússar geri loftárásir á svokallaða hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands, frá völdum.Stoltenberg sagði einnig að samskiptalínur á milli NATO og Rússlands séu opnar, en þær hafi hins vegar ekki verið notaðar hingað til. Hann sagði viðveru Rússlands í Sýrlandi hafa aukist til muna og að hermenn hafi verið sendir þangað sem og herskip.Þröngt á þingi Nú eru fjölmargar flugvélar frá mörgum ríkjum sem notaðar eru til loftárása yfir Sýrlandi. Bandaríkin gera loftárásir, Rússar, Tyrkir, Frakkar, Ástralar, Kanada, Jórdanía, Sádi-Arabía og Sýrlendingar sjálfir. Áhyggjur eru uppi um að slys gæti átt sér stað, þar sem árásir eru oft á tíðum ekki samræmdar.Samkvæmt AP fréttaveitunni funduðu varnarmálasérfræðingar Bandaríkjanna og Rússlands í síðustu viku um hvernig væri hægt að draga úr spennu yfir Sýrlandi. Ekki var komist að neinni niðurstöðu og er búist við að viðræður muni halda áfram. Loftárásir NATO hafa þó flestar verið gerðar í norður- og austurhluta Sýrlands og gegn ISIS, en Rússar hafa gert árásir í vesturhluta landsins. Sjá má yfirlit yfir loftárásir Rússa frá og með 4. október hér á vef Institue for the Study of War. Rússar segja nú að rúmlega 50 herþotur og þyrlur séu notaðar í aðgerðum þeirra í Sýrlandi. Þeir fljúga um 20 til 25 sinnum á degi hverjum, en flugvélar NATO fljúga um átta sinnum á dag.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58 Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00 Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06 Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58
Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00
Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57
Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00
Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09
NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06
Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40