Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 13:45 Alfreð á æfingunni í dag. Vísir/Vilhelm „Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira