Hólmar: Tekur á sálina að vera alltaf í botnbaráttu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 15:00 Hólmar Örn á æfingunni fyrr í dag. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira