Quiz á Up-leið Stjórnarmaðurinn skrifar 7. október 2015 07:00 Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira