Kókaínneysla algeng meðal íshokkí-leikmanna í NHL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 15:30 Jarret Stoll. Vísir/AFP Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali. Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórði leikur Genoa í röð án taps Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali.
Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórði leikur Genoa í röð án taps Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira