Volkswagen býður 2.000 dollara afslátt við skipti á VW-bílum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:31 Volkswagen bílasala í Bandaríkjunum. Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent