Volkswagen býður 2.000 dollara afslátt við skipti á VW-bílum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:31 Volkswagen bílasala í Bandaríkjunum. Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent
Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent