Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 13:00 Sepp Blatter og Vladimir Putin. Vísir/Getty Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14