Húsleitir hjá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 14:13 Höfuðstöðvar Volkswagen eru í Wolfsburg. Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent