Á meðan stjórnarherinn og Rússar herja gegn uppreisnarhópunum á sunnanverðu yfirráðasvæði þeirra með loftárásum og nú landhernaði, gerðu vígamenn ISIS skyndisókn í norðri nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands.

Yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hernaðaraðgerðir þeirra í Sýrlandi beinist að mestu gegn Íslamska ríkinu, en vesturveldin og greiningaraðilar segja árásir Rússa beinast gegn uppreisnarmönnum í norðvesturhluta Sýrlands.
Íslamska ríkið er sagt hafa hernumið nokkur þorp en skyndisókn þeirra hófst í gærkvöldi. Þar ð auki tóku vígamenn herstöð sem uppreisnarmenn höfðu tekið af stjórnarhernum fyrir um tveimur árum.
#MAP #SYRIA #Aleppo. Map of recent #IS gains in Aleppo's North.
HD - http://t.co/bK9dHwZqoY pic.twitter.com/TirAk1TmxV
— IUCA (@IUCAnalysts) October 9, 2015
Hér má sjá grófa stöðu mála á svæðinu á gagnvirku korti. Sem samtökin Institute for United Conflict Analysts hafa búið til.