Blatter og Platini báðir búnir að áfrýja 90 daga banninu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 13:28 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. Blatter og Platini höfðu tvo daga til að koma með formlega athugasemd við bannið og þeir ákváðu báðir að áfrýja því til áfrýjunarnefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hinn 79 ára gamli Sepp Blatter heldur fram sakleysi sínu, segist hafa gögn sem sanni sakleysi sitt og kallaði glæparannsóknina á sér svívirðilega. Platini er einnig mjög ósáttur við þróun mála og telur að einhver sé að reyna að koma sök á sig. Þrátt fyrir að Blatter og Platini hafi áfrýjað banninu mega þeir áfram ekkert koma nálægt knattspyrnumálum fyrr en áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, verður starfandi formaður FIFA á meðan Sepp Blatter er í banni og Spánverjinn Angel Villar Llona mun að öllum líkindum leysa Michel Platini af sem forseti UEFA. UEFA hefur hingað til stutt við bakið á Michel Platini en fulltrúar aðildarlandanna 54 munu hittast næsta fimmtudag í Nyon þar sem þetta krísuástand verður rætt. Vikuna á eftir mun síðan Framkvæmdarnefnd FIFA væntanlega halda sérstakan neyðarfund um málið. „Hann hefur þegar áfrýjað til áfrýjunarnefndar FIFA. Hann ætlar að verja sig og er öruggur um það að hann verði fundinn saklaus," sagði Klaus Stohlker, ráðgjafi og vinur Sepp Blatter við Sky Sports. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30 Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00 Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. Blatter og Platini höfðu tvo daga til að koma með formlega athugasemd við bannið og þeir ákváðu báðir að áfrýja því til áfrýjunarnefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hinn 79 ára gamli Sepp Blatter heldur fram sakleysi sínu, segist hafa gögn sem sanni sakleysi sitt og kallaði glæparannsóknina á sér svívirðilega. Platini er einnig mjög ósáttur við þróun mála og telur að einhver sé að reyna að koma sök á sig. Þrátt fyrir að Blatter og Platini hafi áfrýjað banninu mega þeir áfram ekkert koma nálægt knattspyrnumálum fyrr en áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, verður starfandi formaður FIFA á meðan Sepp Blatter er í banni og Spánverjinn Angel Villar Llona mun að öllum líkindum leysa Michel Platini af sem forseti UEFA. UEFA hefur hingað til stutt við bakið á Michel Platini en fulltrúar aðildarlandanna 54 munu hittast næsta fimmtudag í Nyon þar sem þetta krísuástand verður rætt. Vikuna á eftir mun síðan Framkvæmdarnefnd FIFA væntanlega halda sérstakan neyðarfund um málið. „Hann hefur þegar áfrýjað til áfrýjunarnefndar FIFA. Hann ætlar að verja sig og er öruggur um það að hann verði fundinn saklaus," sagði Klaus Stohlker, ráðgjafi og vinur Sepp Blatter við Sky Sports.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30 Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00 Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14
69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30
Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00
Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00