Meiðslamartröð Rose heldur áfram: Enn ein aðgerðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2015 08:00 Derrick Rose. Vísir/Getty Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, er enn á ný á leið á skurðarborðið eftir að hafa meiðst á andliti á fyrsta degi undirbúningstímabilsins. Rose hefur verið meira eða minna meiddur síðan að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2010-11. Rose fékk olnboga í andlitið á æfingunni (líklega frá Taj Gibson) og við það kom kom brot í vinstri augnbotninn. Rose fer í aðgerð í dag vegna meiðslanna. Það er þó ekki búist við að hann verði jafnlengi frá og vegna meiðsla síðustu ára. Blaðamenn voru viðstaddir æfinguna en liðsfélagar og þjálfari Chicago Bulls gerðu fyrst lítið úr meiðslunum. Seinna kom síðan í ljós að komið var að næsta kafla í meiðslamartraðarsögu Derrick Rose. ESPN sagði frá meiðslunum í gær. Rose sleit krossband í úrslitakeppninni 2012 en aðeins nokkrum mánuðum fyrr hafði hann skrifað undir fimm ára og 94,8 milljón dollara samning við Chicago Bulls. Rose missti af öllu 2012-13 tímabilinu og reif síðan liðþófa í nóvember á tímabilinu á eftir. Það þýddi að hann spilaði ekki meira á 2013-14 tímabilinu. Rose meiddist einnig á liðþófa í febrúar síðastliðnum og missti þess vegna af 31 leik á síðasta tímabili. Hann hefur aðeins spilað samtals hundrað deildarleiki síðan í byrjun 2011-12 tímabilsins. Derrick Rose er nú 26 ára og hann trúir því sjálfur að hann sé einn af bestu leikmönnum deildarinnar ef marka má viðtal við hann á dögunum. Það er erfitt samt að halda sér í hópi þeirra bestu þegar þú ert alltaf meiddur. Hér fyrir neðan má sjá samantekt ESPN á meiðslasögu Rose.Here's a look at Derrick Rose's timeline of injuries since 2012. pic.twitter.com/4lxMvowwcU— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 29, 2015 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, er enn á ný á leið á skurðarborðið eftir að hafa meiðst á andliti á fyrsta degi undirbúningstímabilsins. Rose hefur verið meira eða minna meiddur síðan að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2010-11. Rose fékk olnboga í andlitið á æfingunni (líklega frá Taj Gibson) og við það kom kom brot í vinstri augnbotninn. Rose fer í aðgerð í dag vegna meiðslanna. Það er þó ekki búist við að hann verði jafnlengi frá og vegna meiðsla síðustu ára. Blaðamenn voru viðstaddir æfinguna en liðsfélagar og þjálfari Chicago Bulls gerðu fyrst lítið úr meiðslunum. Seinna kom síðan í ljós að komið var að næsta kafla í meiðslamartraðarsögu Derrick Rose. ESPN sagði frá meiðslunum í gær. Rose sleit krossband í úrslitakeppninni 2012 en aðeins nokkrum mánuðum fyrr hafði hann skrifað undir fimm ára og 94,8 milljón dollara samning við Chicago Bulls. Rose missti af öllu 2012-13 tímabilinu og reif síðan liðþófa í nóvember á tímabilinu á eftir. Það þýddi að hann spilaði ekki meira á 2013-14 tímabilinu. Rose meiddist einnig á liðþófa í febrúar síðastliðnum og missti þess vegna af 31 leik á síðasta tímabili. Hann hefur aðeins spilað samtals hundrað deildarleiki síðan í byrjun 2011-12 tímabilsins. Derrick Rose er nú 26 ára og hann trúir því sjálfur að hann sé einn af bestu leikmönnum deildarinnar ef marka má viðtal við hann á dögunum. Það er erfitt samt að halda sér í hópi þeirra bestu þegar þú ert alltaf meiddur. Hér fyrir neðan má sjá samantekt ESPN á meiðslasögu Rose.Here's a look at Derrick Rose's timeline of injuries since 2012. pic.twitter.com/4lxMvowwcU— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 29, 2015
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira