Bandaríska liðið sigraði í Solheim Bikarnum eftir magnaða endurkomu Kári Örn Hinriksson skrifar 20. september 2015 00:00 Þær bandarísku fagna sögulegum sigri í Þýskalandi í dag. Getty Lokadagur Solheim bikarsins í golfi reyndist gríðarlega dramatískur en áður en einmenningsleikirnir hófust þurfti að klára fjórmenningsleiki sem ekki tókst að klára í gær vegna myrkurs. Þar gerðist mjög umdeilt atvik í leik þar sem Suzann Pettersen og Charley Hull léku saman á móti Brittany Lincicome og Alison Lee úr frá Bandaríkjunum. Á 17. holu var Lee að pútta fyrir fugli og sigri á holunni en hún missti púttið og átti rúmlega hálfs meters pútt til þess að jafna leikinn. Þá gengu þær evrópsku burt frá flötinni og létu eins og þær hefðu gefið Lee púttið sem reyndist þó ekki raunin þegar að hún tók boltan sinn upp án þess að klára holuna. Við tók mikill ruglingur en dómari dæmdi síðan holuna Evrópuliðinu í vil þar sem Alison Lee hafði ekki klárað holuna, sem verður að teljast mjög slæm íþróttamennska hjá þeim Charley Hull og Suzann Pettersen sem létu klárlega eins og þær hefðu gefið púttið. Fyrir einmenningsleikina var Evrópuliðið því með 10 vinninga gegn 6 hjá því bandaríska, og því á brattann að sækja fyrir þær síðarnefndu á hinum krefjandi St. Leon Rot velli.Efldust við mótlætið Ósanngirnin virtist bara mótivera þær bandarísku fyrir lokasprettinn en þær unnu sér inn átta og hálft stig í einmenningnum á móti aðeins þremur og hálfu hjá þeim evrópsku. Mögnuð endurkoma því staðreynd en þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Solheim bikarinn fer til Bandaríkjana en ekki Evrópu. Fyrirliði bandaríska liðsins, Juli Inkster, var að vonum í skýjunum eftir sigurinn en hún segir að mótlætið hafi eflt liðsmenn sína. „Ég þurfti ekki að segja mikið við stelpurnar fyrir lokahringinn, þær voru allar með beiskt bragt í munninum eftir framgöngu Evrópuliðsins í morgun og ég held að ósanngirnin hafi gefið þeim þetta extra sem þurfti til þess að snúa þessu okkur í hag. Ég er mjög stolt af þeim öllum.“ Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokadagur Solheim bikarsins í golfi reyndist gríðarlega dramatískur en áður en einmenningsleikirnir hófust þurfti að klára fjórmenningsleiki sem ekki tókst að klára í gær vegna myrkurs. Þar gerðist mjög umdeilt atvik í leik þar sem Suzann Pettersen og Charley Hull léku saman á móti Brittany Lincicome og Alison Lee úr frá Bandaríkjunum. Á 17. holu var Lee að pútta fyrir fugli og sigri á holunni en hún missti púttið og átti rúmlega hálfs meters pútt til þess að jafna leikinn. Þá gengu þær evrópsku burt frá flötinni og létu eins og þær hefðu gefið Lee púttið sem reyndist þó ekki raunin þegar að hún tók boltan sinn upp án þess að klára holuna. Við tók mikill ruglingur en dómari dæmdi síðan holuna Evrópuliðinu í vil þar sem Alison Lee hafði ekki klárað holuna, sem verður að teljast mjög slæm íþróttamennska hjá þeim Charley Hull og Suzann Pettersen sem létu klárlega eins og þær hefðu gefið púttið. Fyrir einmenningsleikina var Evrópuliðið því með 10 vinninga gegn 6 hjá því bandaríska, og því á brattann að sækja fyrir þær síðarnefndu á hinum krefjandi St. Leon Rot velli.Efldust við mótlætið Ósanngirnin virtist bara mótivera þær bandarísku fyrir lokasprettinn en þær unnu sér inn átta og hálft stig í einmenningnum á móti aðeins þremur og hálfu hjá þeim evrópsku. Mögnuð endurkoma því staðreynd en þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Solheim bikarinn fer til Bandaríkjana en ekki Evrópu. Fyrirliði bandaríska liðsins, Juli Inkster, var að vonum í skýjunum eftir sigurinn en hún segir að mótlætið hafi eflt liðsmenn sína. „Ég þurfti ekki að segja mikið við stelpurnar fyrir lokahringinn, þær voru allar með beiskt bragt í munninum eftir framgöngu Evrópuliðsins í morgun og ég held að ósanngirnin hafi gefið þeim þetta extra sem þurfti til þess að snúa þessu okkur í hag. Ég er mjög stolt af þeim öllum.“
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira