Sá þriðji var í boði Gasol Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2015 06:00 Pau Gasol tekur við verðlaununum sem besti leikmaður mótsins. vísir/getty Spánverjar urðu Evrópumeistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skoraði 40 stig. Þessi 35 ára gamli miðherji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úrslitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.Pau Gasol var bestur á EM.vísir/epaLangbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timberwolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópumeistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stigahæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn.Jón Arnór með boltann fyrir íslenska liðið.vísir/valliMættu þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu¬mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterkasta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heimavelli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst.LOKASTAÐAN Á EM:1. SPÁNN2. Litháen3. Frakkland4. SERBÍA5.-6. Grikkland ÍTALÍA7. Tékkland8. Lettland9.-16. Króatía Ísrael, Pólland, Slóvenía, Belgía, TYRKLAND, Georgía, Finnland17.-20. Rússland, ÞÝSKALAND, Makedónía, Eistland21.-24 Holland, Úkraína, Bosnía, ÍSLANDGasol í útsláttarkeppninni:16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingarUndanúrslit á móti Frakklandi (80-75 e. framl.): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoðsendingÚrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar EM 2015 í Berlín Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Spánverjar urðu Evrópumeistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skoraði 40 stig. Þessi 35 ára gamli miðherji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úrslitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.Pau Gasol var bestur á EM.vísir/epaLangbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timberwolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópumeistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stigahæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn.Jón Arnór með boltann fyrir íslenska liðið.vísir/valliMættu þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu¬mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterkasta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heimavelli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst.LOKASTAÐAN Á EM:1. SPÁNN2. Litháen3. Frakkland4. SERBÍA5.-6. Grikkland ÍTALÍA7. Tékkland8. Lettland9.-16. Króatía Ísrael, Pólland, Slóvenía, Belgía, TYRKLAND, Georgía, Finnland17.-20. Rússland, ÞÝSKALAND, Makedónía, Eistland21.-24 Holland, Úkraína, Bosnía, ÍSLANDGasol í útsláttarkeppninni:16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingarUndanúrslit á móti Frakklandi (80-75 e. framl.): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoðsendingÚrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar
EM 2015 í Berlín Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti