Verður Barcelona sparkað úr spænsku deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2015 21:09 Lionel Messi hjá Barcelona. Vísir/Getty Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi kjósi Katalóníubúar sjálfsstæðisflokkinn til valda í kosningum í Katalóníu um næstu helgi. Katalóníubúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn kemur og þar er óbeint kosið um hver eigi að stýra Katalóníu í framtíðinni en einn stærsti flokkurinn í Katalóníu hefur sóst eftir sjálfstæði. „Sameinumst um já" flokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðunarkönnunum og er sigurstranglegur í kosningunum. Stefna flokksins er að taka aftur upp skipulag Spánar frá 1872 þegar Katalónía var ekki hluti af Spáni. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur blandað sér inn í kosningarbaráttuna með því að lýsa því yfir að Barcelona eigi ekki framtíð í deildinni kjósi Katalóníubúar sjálfsstæði. Tebas notaði twitter í kvöld til að leggja áherslu á að Barcelona yrði sparkað út úr spænsku deildinni. „Ef Spánn brotnar þá brotnar spænska deildin líka. Við skulum vona að svo fáránlega aðstæður komi ekki upp," sagði Javier Tebas á twitter. Reyndar er Barcelona ekki eina félagið sem væri á leiðinni út því Espanyol er einnig frá Barcelona og þar með Katalóníu.Si se rompe España, se rompe LaLiga. Esperemos no llegar nunca a ese absurdo. — Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) September 20, 2015 „Íþróttalögin eru skýr. Einu félögin utan Spánar sem mega taka þátt eru lið frá Andorra. La Liga verður ekki deild með katalónskum félögum verði Katalónía sjálfsstæð," sagði Javier Tebas við spænska blaðið AS í morgun. Josep Bartomeu, forseti Barcelona, hefur verið harður á því að félagið haldi sínu hlutleysi í málinu. Barcelona vann spænska meistaratitilinn í 23. sinn síðasta vor og er einnig ríkjandi Evrópumeistari. Það er ekki bara þátttaka liðsins í spænsku deildinni sem er í uppnámi verði félaginu sparkað út heldur einnig sæti liðsins í Meistaradeildinni. Það bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kosninganna á sunnudaginn kemur en þetta hræðslutaktík Javier Tebas er líkleg til að hafa áhrif á gang mála. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi kjósi Katalóníubúar sjálfsstæðisflokkinn til valda í kosningum í Katalóníu um næstu helgi. Katalóníubúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn kemur og þar er óbeint kosið um hver eigi að stýra Katalóníu í framtíðinni en einn stærsti flokkurinn í Katalóníu hefur sóst eftir sjálfstæði. „Sameinumst um já" flokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðunarkönnunum og er sigurstranglegur í kosningunum. Stefna flokksins er að taka aftur upp skipulag Spánar frá 1872 þegar Katalónía var ekki hluti af Spáni. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur blandað sér inn í kosningarbaráttuna með því að lýsa því yfir að Barcelona eigi ekki framtíð í deildinni kjósi Katalóníubúar sjálfsstæði. Tebas notaði twitter í kvöld til að leggja áherslu á að Barcelona yrði sparkað út úr spænsku deildinni. „Ef Spánn brotnar þá brotnar spænska deildin líka. Við skulum vona að svo fáránlega aðstæður komi ekki upp," sagði Javier Tebas á twitter. Reyndar er Barcelona ekki eina félagið sem væri á leiðinni út því Espanyol er einnig frá Barcelona og þar með Katalóníu.Si se rompe España, se rompe LaLiga. Esperemos no llegar nunca a ese absurdo. — Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) September 20, 2015 „Íþróttalögin eru skýr. Einu félögin utan Spánar sem mega taka þátt eru lið frá Andorra. La Liga verður ekki deild með katalónskum félögum verði Katalónía sjálfsstæð," sagði Javier Tebas við spænska blaðið AS í morgun. Josep Bartomeu, forseti Barcelona, hefur verið harður á því að félagið haldi sínu hlutleysi í málinu. Barcelona vann spænska meistaratitilinn í 23. sinn síðasta vor og er einnig ríkjandi Evrópumeistari. Það er ekki bara þátttaka liðsins í spænsku deildinni sem er í uppnámi verði félaginu sparkað út heldur einnig sæti liðsins í Meistaradeildinni. Það bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kosninganna á sunnudaginn kemur en þetta hræðslutaktík Javier Tebas er líkleg til að hafa áhrif á gang mála.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira