Verður Barcelona sparkað úr spænsku deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2015 21:09 Lionel Messi hjá Barcelona. Vísir/Getty Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi kjósi Katalóníubúar sjálfsstæðisflokkinn til valda í kosningum í Katalóníu um næstu helgi. Katalóníubúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn kemur og þar er óbeint kosið um hver eigi að stýra Katalóníu í framtíðinni en einn stærsti flokkurinn í Katalóníu hefur sóst eftir sjálfstæði. „Sameinumst um já" flokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðunarkönnunum og er sigurstranglegur í kosningunum. Stefna flokksins er að taka aftur upp skipulag Spánar frá 1872 þegar Katalónía var ekki hluti af Spáni. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur blandað sér inn í kosningarbaráttuna með því að lýsa því yfir að Barcelona eigi ekki framtíð í deildinni kjósi Katalóníubúar sjálfsstæði. Tebas notaði twitter í kvöld til að leggja áherslu á að Barcelona yrði sparkað út úr spænsku deildinni. „Ef Spánn brotnar þá brotnar spænska deildin líka. Við skulum vona að svo fáránlega aðstæður komi ekki upp," sagði Javier Tebas á twitter. Reyndar er Barcelona ekki eina félagið sem væri á leiðinni út því Espanyol er einnig frá Barcelona og þar með Katalóníu.Si se rompe España, se rompe LaLiga. Esperemos no llegar nunca a ese absurdo. — Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) September 20, 2015 „Íþróttalögin eru skýr. Einu félögin utan Spánar sem mega taka þátt eru lið frá Andorra. La Liga verður ekki deild með katalónskum félögum verði Katalónía sjálfsstæð," sagði Javier Tebas við spænska blaðið AS í morgun. Josep Bartomeu, forseti Barcelona, hefur verið harður á því að félagið haldi sínu hlutleysi í málinu. Barcelona vann spænska meistaratitilinn í 23. sinn síðasta vor og er einnig ríkjandi Evrópumeistari. Það er ekki bara þátttaka liðsins í spænsku deildinni sem er í uppnámi verði félaginu sparkað út heldur einnig sæti liðsins í Meistaradeildinni. Það bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kosninganna á sunnudaginn kemur en þetta hræðslutaktík Javier Tebas er líkleg til að hafa áhrif á gang mála. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira
Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi kjósi Katalóníubúar sjálfsstæðisflokkinn til valda í kosningum í Katalóníu um næstu helgi. Katalóníubúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn kemur og þar er óbeint kosið um hver eigi að stýra Katalóníu í framtíðinni en einn stærsti flokkurinn í Katalóníu hefur sóst eftir sjálfstæði. „Sameinumst um já" flokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðunarkönnunum og er sigurstranglegur í kosningunum. Stefna flokksins er að taka aftur upp skipulag Spánar frá 1872 þegar Katalónía var ekki hluti af Spáni. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur blandað sér inn í kosningarbaráttuna með því að lýsa því yfir að Barcelona eigi ekki framtíð í deildinni kjósi Katalóníubúar sjálfsstæði. Tebas notaði twitter í kvöld til að leggja áherslu á að Barcelona yrði sparkað út úr spænsku deildinni. „Ef Spánn brotnar þá brotnar spænska deildin líka. Við skulum vona að svo fáránlega aðstæður komi ekki upp," sagði Javier Tebas á twitter. Reyndar er Barcelona ekki eina félagið sem væri á leiðinni út því Espanyol er einnig frá Barcelona og þar með Katalóníu.Si se rompe España, se rompe LaLiga. Esperemos no llegar nunca a ese absurdo. — Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) September 20, 2015 „Íþróttalögin eru skýr. Einu félögin utan Spánar sem mega taka þátt eru lið frá Andorra. La Liga verður ekki deild með katalónskum félögum verði Katalónía sjálfsstæð," sagði Javier Tebas við spænska blaðið AS í morgun. Josep Bartomeu, forseti Barcelona, hefur verið harður á því að félagið haldi sínu hlutleysi í málinu. Barcelona vann spænska meistaratitilinn í 23. sinn síðasta vor og er einnig ríkjandi Evrópumeistari. Það er ekki bara þátttaka liðsins í spænsku deildinni sem er í uppnámi verði félaginu sparkað út heldur einnig sæti liðsins í Meistaradeildinni. Það bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kosninganna á sunnudaginn kemur en þetta hræðslutaktík Javier Tebas er líkleg til að hafa áhrif á gang mála.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira